Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. mars 2019 17:57 Fraser Anning, þingmaður. Ástralski þingmaðurinn Fraser Anning segir ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt, þar sem 49 týndu lífi sínu, mega rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Þetta segir þingmaðurinn í yfirlýsingu þar sem hann segir íslamska trú vera „ofbeldisfulla hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga.“ Yfirlýsingin hefur vakið hörð viðbrögð ýmissa stjórnmálamanna, innan Ástralíu sem utan. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum. Anning, sem situr í öldungadeild ástralska þingsins sem óháður þingmaður fyrir Queensland-ríki, byrjar yfirlýsinguna á því að fordæma gjörðir byssumannsins sem átti í hlut og segist algerlega mótfallinn hvers konar ofbeldi í sínu samfélagi. Fljótt kveður þó við heldur myrkari tón í yfirlýsingunni. „Hins vegar, þó að aldrei sé hægt að réttlæta ofbeldisfullar aðgerðir sjálfskipaðra varða laganna, þá dregur þetta upp skýra mynd af vaxandi ótta í samfélagi okkar, bæði í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, við stigvaxandi návist Múslima.“ Þingmaðurinn gefur lítið fyrir útskýringar „vinstri-stjórnmálamanna,“ eins og hann kemst sjálfur að orði, um að rekja megi ástæður árásarinnar til byssulöggjafar í landinu eða þeirra sem aðhyllist þjóðernishyggju. Slíkar skýringar séu í raun „klisjukennt kjaftæði.“ „Hin raunverulega ástæða blóðsúthellinga á götum Nýja-Sjálands í dag er innflytjendastefna sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með,“ segir í yfirlýsingunni, sem vakið hefur hörð viðbrögð. „Höfum eitt á hreinu, þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb, þá eru þeir venjulega gerendurnir. Um allan heim drepa múslimar fólk í stórum stíl, í nafni trúar sinnar.“ Hann segir þá Íslam vera „ofbeldisfulla hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga.“ Þingmaðurinn segir sannleikann vera þann að Íslam sé ólíkt öllum öðrum trúarbrögðum og leggur þessi næst fjölmennustu trúarbrögð heims að jöfnu við fasisma. Hann segir jafnframt að þó að „fylgjendur þessarar villimannslegu trúar hafi ekki verið morðingjar í þessu tilfelli, þá séu þeir ekki saklausir.“ Anning lýkur yfirlýsingunni með því að vitna í Nýja Testament Biblíunnar. „Eins og stendur í Matteusarguðspjalli 26:52, „allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla,“ og þeir sem aðhyllast ofbeldisfull trúarbrögð sem kallar eftir morðum á okkur [öðrum en múslimum] geta ekki látið sér bregða um of þegar einhver tekur þá á orðinu og svarar í sömu mynt.“Hér má lesa yfirlýsinguna.Hörð viðbrögð úr ýmsum áttum Viðbrögð við yfirlýsingu þingmannsins hafa ekki látið á sér standa og hefur hann mátt sæta harðri gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal þeirra sem lýst hafa vanþóknun sinni á orðum Anning er Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. „Ummæli þingmannsins Fraser Anning þar sem hann kennir innflytjendastefnu um grimmilega árás ofbeldisfulls, öfga-hægri hryðjuverkamanns í Nýja-Sjálandi eru ógeðsleg. Slíkar skoðanir eiga ekki rétt á sér í Ástralíu, hvað þá á ástralska þinginu,“ tísti forsætisráðherrann.The remarks by Senator Fraser Anning blaming the murderous attacks by a violent, right-wing, extremist terrorist in New Zealand on immigration are disgusting. Those views have no place in Australia, let alone the Australian Parliament. — Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) March 15, 2019 Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid David, var einnig harðorður í garð þingmannsins. „Á tímum sorgar og þegar hugleiðingar er þörf þá hellir þessi ástralski þingmaður olíu á eld ofbeldis og öfgahyggju,“ segir Sajid, sem sjálfur er múslimi, í tísti. „Ástralir munu skammast sín gríðarlega fyrir þennan fordómafulla mann. Hann talar á engan hátt fyrir hönd áströlsku vina okkar.“At a time for grieving and reflection, this Australian senator @fraser_anning fans the flames of violence & extremism. Australians will be utterly ashamed of this racist man. In no way does he represent our Australian friends https://t.co/uzezIeNjbN — Sajid Javid (@sajidjavid) March 15, 2019 Malcolm Turnbull, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu sagði þá ummæli Anning vera fyrirlitleg. „Hann er svívirðing við ástralska þingið og, það sem verra er, með því að dreifa hatri og snúa Áströlum hvorum gegn öðrum, gerir hann nákvæmlega það sem hryðjuverkamennirnir vilja.“Fraser Anning’s comments today are contemptible. He is a disgrace to the Senate and what is worse by spreading hatred and turning Australians against each other he is doing exactly what the terrorists want. — Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) March 15, 2019 Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Ástralski þingmaðurinn Fraser Anning segir ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt, þar sem 49 týndu lífi sínu, mega rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Þetta segir þingmaðurinn í yfirlýsingu þar sem hann segir íslamska trú vera „ofbeldisfulla hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga.“ Yfirlýsingin hefur vakið hörð viðbrögð ýmissa stjórnmálamanna, innan Ástralíu sem utan. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum. Anning, sem situr í öldungadeild ástralska þingsins sem óháður þingmaður fyrir Queensland-ríki, byrjar yfirlýsinguna á því að fordæma gjörðir byssumannsins sem átti í hlut og segist algerlega mótfallinn hvers konar ofbeldi í sínu samfélagi. Fljótt kveður þó við heldur myrkari tón í yfirlýsingunni. „Hins vegar, þó að aldrei sé hægt að réttlæta ofbeldisfullar aðgerðir sjálfskipaðra varða laganna, þá dregur þetta upp skýra mynd af vaxandi ótta í samfélagi okkar, bæði í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, við stigvaxandi návist Múslima.“ Þingmaðurinn gefur lítið fyrir útskýringar „vinstri-stjórnmálamanna,“ eins og hann kemst sjálfur að orði, um að rekja megi ástæður árásarinnar til byssulöggjafar í landinu eða þeirra sem aðhyllist þjóðernishyggju. Slíkar skýringar séu í raun „klisjukennt kjaftæði.“ „Hin raunverulega ástæða blóðsúthellinga á götum Nýja-Sjálands í dag er innflytjendastefna sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með,“ segir í yfirlýsingunni, sem vakið hefur hörð viðbrögð. „Höfum eitt á hreinu, þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb, þá eru þeir venjulega gerendurnir. Um allan heim drepa múslimar fólk í stórum stíl, í nafni trúar sinnar.“ Hann segir þá Íslam vera „ofbeldisfulla hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga.“ Þingmaðurinn segir sannleikann vera þann að Íslam sé ólíkt öllum öðrum trúarbrögðum og leggur þessi næst fjölmennustu trúarbrögð heims að jöfnu við fasisma. Hann segir jafnframt að þó að „fylgjendur þessarar villimannslegu trúar hafi ekki verið morðingjar í þessu tilfelli, þá séu þeir ekki saklausir.“ Anning lýkur yfirlýsingunni með því að vitna í Nýja Testament Biblíunnar. „Eins og stendur í Matteusarguðspjalli 26:52, „allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla,“ og þeir sem aðhyllast ofbeldisfull trúarbrögð sem kallar eftir morðum á okkur [öðrum en múslimum] geta ekki látið sér bregða um of þegar einhver tekur þá á orðinu og svarar í sömu mynt.“Hér má lesa yfirlýsinguna.Hörð viðbrögð úr ýmsum áttum Viðbrögð við yfirlýsingu þingmannsins hafa ekki látið á sér standa og hefur hann mátt sæta harðri gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal þeirra sem lýst hafa vanþóknun sinni á orðum Anning er Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. „Ummæli þingmannsins Fraser Anning þar sem hann kennir innflytjendastefnu um grimmilega árás ofbeldisfulls, öfga-hægri hryðjuverkamanns í Nýja-Sjálandi eru ógeðsleg. Slíkar skoðanir eiga ekki rétt á sér í Ástralíu, hvað þá á ástralska þinginu,“ tísti forsætisráðherrann.The remarks by Senator Fraser Anning blaming the murderous attacks by a violent, right-wing, extremist terrorist in New Zealand on immigration are disgusting. Those views have no place in Australia, let alone the Australian Parliament. — Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) March 15, 2019 Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid David, var einnig harðorður í garð þingmannsins. „Á tímum sorgar og þegar hugleiðingar er þörf þá hellir þessi ástralski þingmaður olíu á eld ofbeldis og öfgahyggju,“ segir Sajid, sem sjálfur er múslimi, í tísti. „Ástralir munu skammast sín gríðarlega fyrir þennan fordómafulla mann. Hann talar á engan hátt fyrir hönd áströlsku vina okkar.“At a time for grieving and reflection, this Australian senator @fraser_anning fans the flames of violence & extremism. Australians will be utterly ashamed of this racist man. In no way does he represent our Australian friends https://t.co/uzezIeNjbN — Sajid Javid (@sajidjavid) March 15, 2019 Malcolm Turnbull, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu sagði þá ummæli Anning vera fyrirlitleg. „Hann er svívirðing við ástralska þingið og, það sem verra er, með því að dreifa hatri og snúa Áströlum hvorum gegn öðrum, gerir hann nákvæmlega það sem hryðjuverkamennirnir vilja.“Fraser Anning’s comments today are contemptible. He is a disgrace to the Senate and what is worse by spreading hatred and turning Australians against each other he is doing exactly what the terrorists want. — Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) March 15, 2019
Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
„Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31