Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um knapa sem hafði slasast eftir að hafa fallið af baki í Mosfellsbæ. Var viðkomandi fluttur á slysadeild til frekari skoðunar en í dagbók lögreglunnar kemur fram að knapinn sé grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.
Laust eftir klukkan 16 í dag voru höfð afskipti af aðila í Breiðholti sem ók bifreið undir áhrifum fíkniefna og var þar að auki án ökuréttinda.
Á níunda tímanum í kvöld varð umferðarslys á Reykjanesbraut við Mjóddina. Ökutæki og umferðarmannvirki skemmdust í óhappinu en engin slys urðu á fólki.
Knapi sem féll af baki grunaður um ölvun
Birgir Olgeirsson skrifar
