Ræða róttækar breytingar á Meistaradeildinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Cristiano Ronaldo með Meistaradeildarbikarinn sem hann hefur unnið fimm sinnum eftir að keppnin tók upp núverandi fyrirkomulag. Vísir/Getty Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira
Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira