Þar sem eldar loga – mikilvægi samvinnu fyrir börn með ADHD Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2019 13:45 Lítið dugar víst að sprauta vatni yfir eldhúsið þegar kviknar í stofunni. Á endanum mun sennilega eitthvað af vatninu skila sér inn í stofu en of seint og ólíklegt að það komi að nokkru gagni.Dagsformið Uppeldi og kennsla nemenda með ADHD er svolítið eins og líkingin hér að ofan. Kennarinn getur skipulagt morgundaginn út í eitt en þegar á hólminn kemur fer eftir dagsformi barns og kennara hvernig úr deginum spilast. Mikilvægt er að hafa margar leiðir/aðferðir á takteinum og velja þá sem best hentar hverju sinni. Dagurinn byrjar ekki þegar skólabjallan hringir inn í fyrsta tíma og eflaust ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt gengið á áður en barnið mætir í skólann sem áhrif hefur. Nauðsynlegt er því að koma á jafnvægi áður en hafist er handa og verkefni dagsins leyst. Fyrir foreldra og starfsfólk skólans er mikilvægt að vera vel meðvituð um dagsformið, hvort sem um ræðir heima fyrir eða í skólanum.Samvinna heimilis og skóla Samvinna heimilis og skóla er lykilatriði til að koma megi í veg fyrir óæskilegar uppákomur og stuðla jafnframt að betri líðan barnsins. Stutt samtal eða textaskilaboð gefa kennara eða foreldrum einhvern fyrirvara á því von er á. Um leið er hægt að setja sig í réttar stellingar áður en barnið mætir í skólann eða kemur heim í uppnámi eftir erfiðan skóladag. Fyrir börn með ADHD tekur einfaldlega tíma að læra að stilla sig af. Með góðri samvinnu heimilis og skóla fæst kjörið tækifæri til að leiðbeina barninu, koma í veg fyrir atvik sem valda barninu vanlíðan og bæta samskipti hvort sem er í skóla eða heima. Það þarf að hjálpa börnunum að finna útrás fyrir gremjuna, orkuna eða hvað svo sem kom þeim í uppnám. Rólegt spjall er sjaldnast nægjanlegt, börn með ADHD hafa iðulega mikla umfram orku og þurfa hreyfingu til að losa um hana. Hreyfing fyrir spjall er áhrifarík leið til að hjálpa þeim að meðtaka skilaboðin og vinna úr þeim á jákvæðan hátt. Langir fyrirlestrar yfir barni á meðan það er í uppnámi eru orku og tímasóun fyrir alla aðila. Þetta þýðir þó ekki að samtalið eigi sér ekki stað heldur að það skilar meiri árangri þegar barnið er búið að tappa af og ná jafnvægi.Breyttu því sem þú getur Okkur hættir til að ræða of marga þætti í einu. Til að ná árangri með ADHD barni er mikilvægt að vinna markvist með afmarkaða þætti. Gefa þarf sér tíma til að fylgja ákveðnum hlutum eftir áður en við snúum okkur að næsta verkefni. Hhvort sem um ræðir foreldri eða kennarar er mjög mikilvægt að fyrirmælum sé fylgt eftir. Ávallt verður að hafa í huga að -lengri tíma tekur fyrir barn með ADHD að búa til venju eða rútínu. Til þess að barnið nái að temja sér nýtt atferli er oft besta leiðin að tengja það við aðrar venjur eða rútínur sem barnið kann fyrir. Fyrir utan heimanámið er eitt algengasta þrætuefni á heimilum tiltekt í herbergi barnsins. Við sendum barnið inn í herbergi með þau fyrirmæli að taka til og iðulega kemur það margar ferðir fram og segist vera búið. Barnið er síðan sent aftur og aftur í herbergi því verkefninu er fjarri lokið og vantar jafnvel mikið uppá. Gott ráð er að aðstoða barnið við tiltekt þangað til bæði barnið og þið eruð sátt með útkomuna og taka loks mynd af herberginu. Næst þegar barnið á að taka til fær það myndina afhenta og fyrirmæli um að herbergið eigi að líta svona út að tiltekt lokinni. Með þessu má auðveldlega koma í veg fyrir pirring og misskilning. Skýrar merkingar á dótakössum og að skipta verkefninu niður í mörg smærri verkefni hjálpar.Aðstoð við skipulagningu Börn með ADHD eiga erfitt með að skipuleggja hlutina, sjá daginn fyrir sér og hugsa fram í tímann. Sjónrænar áminningar s.s. myndir, tékklistar o.fl. eru mikilvæg hjálpartæki, sem geta dregið úr óöryggi barnsins, eflt sjálfstæði þess og trú á sjálft sig. Um leið getur þetta komið í veg fyrir endalaust tuð um um framvindu mála. Til að efla sjálfstraust og aðstoða börn við að koma auga á hversu frábær þau eru, er tilvalið að hjálpa þeim að tileinka sér einfaldar aðferðir, eina í einu, sem nýtast munu í framtíðinni. Munum bara að við erum ekki öll steypt í sama mótið, ef ein lausn virkar ekki þá er um að gera að prófa aðra.Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Lítið dugar víst að sprauta vatni yfir eldhúsið þegar kviknar í stofunni. Á endanum mun sennilega eitthvað af vatninu skila sér inn í stofu en of seint og ólíklegt að það komi að nokkru gagni.Dagsformið Uppeldi og kennsla nemenda með ADHD er svolítið eins og líkingin hér að ofan. Kennarinn getur skipulagt morgundaginn út í eitt en þegar á hólminn kemur fer eftir dagsformi barns og kennara hvernig úr deginum spilast. Mikilvægt er að hafa margar leiðir/aðferðir á takteinum og velja þá sem best hentar hverju sinni. Dagurinn byrjar ekki þegar skólabjallan hringir inn í fyrsta tíma og eflaust ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt gengið á áður en barnið mætir í skólann sem áhrif hefur. Nauðsynlegt er því að koma á jafnvægi áður en hafist er handa og verkefni dagsins leyst. Fyrir foreldra og starfsfólk skólans er mikilvægt að vera vel meðvituð um dagsformið, hvort sem um ræðir heima fyrir eða í skólanum.Samvinna heimilis og skóla Samvinna heimilis og skóla er lykilatriði til að koma megi í veg fyrir óæskilegar uppákomur og stuðla jafnframt að betri líðan barnsins. Stutt samtal eða textaskilaboð gefa kennara eða foreldrum einhvern fyrirvara á því von er á. Um leið er hægt að setja sig í réttar stellingar áður en barnið mætir í skólann eða kemur heim í uppnámi eftir erfiðan skóladag. Fyrir börn með ADHD tekur einfaldlega tíma að læra að stilla sig af. Með góðri samvinnu heimilis og skóla fæst kjörið tækifæri til að leiðbeina barninu, koma í veg fyrir atvik sem valda barninu vanlíðan og bæta samskipti hvort sem er í skóla eða heima. Það þarf að hjálpa börnunum að finna útrás fyrir gremjuna, orkuna eða hvað svo sem kom þeim í uppnám. Rólegt spjall er sjaldnast nægjanlegt, börn með ADHD hafa iðulega mikla umfram orku og þurfa hreyfingu til að losa um hana. Hreyfing fyrir spjall er áhrifarík leið til að hjálpa þeim að meðtaka skilaboðin og vinna úr þeim á jákvæðan hátt. Langir fyrirlestrar yfir barni á meðan það er í uppnámi eru orku og tímasóun fyrir alla aðila. Þetta þýðir þó ekki að samtalið eigi sér ekki stað heldur að það skilar meiri árangri þegar barnið er búið að tappa af og ná jafnvægi.Breyttu því sem þú getur Okkur hættir til að ræða of marga þætti í einu. Til að ná árangri með ADHD barni er mikilvægt að vinna markvist með afmarkaða þætti. Gefa þarf sér tíma til að fylgja ákveðnum hlutum eftir áður en við snúum okkur að næsta verkefni. Hhvort sem um ræðir foreldri eða kennarar er mjög mikilvægt að fyrirmælum sé fylgt eftir. Ávallt verður að hafa í huga að -lengri tíma tekur fyrir barn með ADHD að búa til venju eða rútínu. Til þess að barnið nái að temja sér nýtt atferli er oft besta leiðin að tengja það við aðrar venjur eða rútínur sem barnið kann fyrir. Fyrir utan heimanámið er eitt algengasta þrætuefni á heimilum tiltekt í herbergi barnsins. Við sendum barnið inn í herbergi með þau fyrirmæli að taka til og iðulega kemur það margar ferðir fram og segist vera búið. Barnið er síðan sent aftur og aftur í herbergi því verkefninu er fjarri lokið og vantar jafnvel mikið uppá. Gott ráð er að aðstoða barnið við tiltekt þangað til bæði barnið og þið eruð sátt með útkomuna og taka loks mynd af herberginu. Næst þegar barnið á að taka til fær það myndina afhenta og fyrirmæli um að herbergið eigi að líta svona út að tiltekt lokinni. Með þessu má auðveldlega koma í veg fyrir pirring og misskilning. Skýrar merkingar á dótakössum og að skipta verkefninu niður í mörg smærri verkefni hjálpar.Aðstoð við skipulagningu Börn með ADHD eiga erfitt með að skipuleggja hlutina, sjá daginn fyrir sér og hugsa fram í tímann. Sjónrænar áminningar s.s. myndir, tékklistar o.fl. eru mikilvæg hjálpartæki, sem geta dregið úr óöryggi barnsins, eflt sjálfstæði þess og trú á sjálft sig. Um leið getur þetta komið í veg fyrir endalaust tuð um um framvindu mála. Til að efla sjálfstraust og aðstoða börn við að koma auga á hversu frábær þau eru, er tilvalið að hjálpa þeim að tileinka sér einfaldar aðferðir, eina í einu, sem nýtast munu í framtíðinni. Munum bara að við erum ekki öll steypt í sama mótið, ef ein lausn virkar ekki þá er um að gera að prófa aðra.Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmaður ADHD samtakanna.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun