Barkley segist aldrei ætla að horfa aftur á fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 23:00 Sir Charles Barkley er mikill íþróttaáhugamaður. Getty/Ronald Martinez Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag. Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag.
Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32
Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57
Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30
Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15