Barkley segist aldrei ætla að horfa aftur á fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 23:00 Sir Charles Barkley er mikill íþróttaáhugamaður. Getty/Ronald Martinez Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag. Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag.
Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Sjá meira
Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32
Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57
Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30
Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15