Vilja fá skýr svör um af hverju samningar hafa ekki náðst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2019 20:30 Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. Skellt var í lás á göngudeildinni í dag. Sökum fjárskorts starfar SÁÁ nú samkvæmt áætlun sem miðar að því að fækka innlögnum á Vog um 400 á árinu auk þess sem að frá og með deginum í dag hefur göngudeild félagsins á Akureyri verið lokað.Sú ákvörðun kom nokkuð á óvart en nýverið samþykkti Alþingi 100 milljón króna viðbótarframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ á Akureyri og í Reykjavík. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga við SÁÁ um rekstur göngudeildannaGöngudeildin er til húsa í þessu húsi á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállLítið hefur hins vegar þokast í samningaviðræðunum og nú hefur bæjarráð Akureyrar krafist þess að fá skýr svör frá báðum aðilum hvað valdi. „Bæjarráð ályktaði varðandi þetta mál vegna þess að það er svo galið að upplifa það að það eigi að vera klárt fjármagn frá ríkisvaldinu í göngudeildar starfsemi, meðal annars hér á Akureyri. Síðan náist einhvern veginn ekki samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um málið og það er kominn mars og málið er ekki afgreitt sem mun bara bitna nú þegar á þeim sem allra síst skyldi, sem eru þeir sem þurfa á þjónustunni að halda,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri.Sjúkratryggingar Íslands þurfi að skýra hvort vilji sé til þess að semja við SÁÁ eða ekkiFormaður stjórnar SÁÁ sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að svo virtist sem Sjúkratryggingar Íslands vilji kaupa einhverja aðra þjónustu en þá sem SÁÁ býður upp á. Á þessu vill bæjarráð Akureyrar fá nánari skýringar.Hilda Jana Gísladóttir er oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar.Fréttablaðið/Stefán„Við leggjum það inn í bókunina vegna þess að það er það sem maður upplifir, hvort að þetta sé þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafi einfaldlega ekki bara vilja til þess að semja við SÁÁ og vilji fara með þessa þjónustu eitthvað annað. Ef svo er þá verða þau einfaldlega bara að segja það skýrt og hver sú þjónusta eigi að vera,“ segir Hilda Jana. Á göngudeildum SÁÁ er veitt ýmisleg þjónusta við fólk með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra, þar á meðal viðtalsþjónustu og stuðningshópa. Þangað til samningar nást er þó ljóst að á Akureyri verður allt lokað og læst og því lítið í boði fyrir þá sem nýttu sér þessa þjónustu SÁÁ á Norðurlandi. „Ég veit ekki hvort að fólk áttar sig á hvað þetta er ofboðslega alvarlegt og það tekur mig svo sárt að þetta sé svona Manni líður bara eins og það þurfi bara einhver að klára málið og muna til hvers er verið að gera þetta og fyrir hverja,“ segir Hilda Jana. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri vilja fá skýringar frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands af hverju ekki hafi tekist að semja um áframhaldandi rekstur göngudeildar SÁÁ Akureyri þrátt fyrir að fjármagn til þess liggi fyrir. Skellt var í lás á göngudeildinni í dag. Sökum fjárskorts starfar SÁÁ nú samkvæmt áætlun sem miðar að því að fækka innlögnum á Vog um 400 á árinu auk þess sem að frá og með deginum í dag hefur göngudeild félagsins á Akureyri verið lokað.Sú ákvörðun kom nokkuð á óvart en nýverið samþykkti Alþingi 100 milljón króna viðbótarframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ á Akureyri og í Reykjavík. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga við SÁÁ um rekstur göngudeildannaGöngudeildin er til húsa í þessu húsi á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállLítið hefur hins vegar þokast í samningaviðræðunum og nú hefur bæjarráð Akureyrar krafist þess að fá skýr svör frá báðum aðilum hvað valdi. „Bæjarráð ályktaði varðandi þetta mál vegna þess að það er svo galið að upplifa það að það eigi að vera klárt fjármagn frá ríkisvaldinu í göngudeildar starfsemi, meðal annars hér á Akureyri. Síðan náist einhvern veginn ekki samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um málið og það er kominn mars og málið er ekki afgreitt sem mun bara bitna nú þegar á þeim sem allra síst skyldi, sem eru þeir sem þurfa á þjónustunni að halda,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri.Sjúkratryggingar Íslands þurfi að skýra hvort vilji sé til þess að semja við SÁÁ eða ekkiFormaður stjórnar SÁÁ sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að svo virtist sem Sjúkratryggingar Íslands vilji kaupa einhverja aðra þjónustu en þá sem SÁÁ býður upp á. Á þessu vill bæjarráð Akureyrar fá nánari skýringar.Hilda Jana Gísladóttir er oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar.Fréttablaðið/Stefán„Við leggjum það inn í bókunina vegna þess að það er það sem maður upplifir, hvort að þetta sé þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafi einfaldlega ekki bara vilja til þess að semja við SÁÁ og vilji fara með þessa þjónustu eitthvað annað. Ef svo er þá verða þau einfaldlega bara að segja það skýrt og hver sú þjónusta eigi að vera,“ segir Hilda Jana. Á göngudeildum SÁÁ er veitt ýmisleg þjónusta við fólk með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra, þar á meðal viðtalsþjónustu og stuðningshópa. Þangað til samningar nást er þó ljóst að á Akureyri verður allt lokað og læst og því lítið í boði fyrir þá sem nýttu sér þessa þjónustu SÁÁ á Norðurlandi. „Ég veit ekki hvort að fólk áttar sig á hvað þetta er ofboðslega alvarlegt og það tekur mig svo sárt að þetta sé svona Manni líður bara eins og það þurfi bara einhver að klára málið og muna til hvers er verið að gera þetta og fyrir hverja,“ segir Hilda Jana.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20
Óljós kostnaður á göngudeild SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút. 1. mars 2019 06:00