Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 21:20 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokar á föstudaginn vegna fjárskorts. Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“ Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóna framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. Formaður stjórnar SÁÁ segir Sjúkratrygginar Íslands vilja „eitthvað annað“.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar, vakti athygli á hinni fyrirhuguðu lokun áFacebook í kvöldþar sem hún sagðist vera svekkt, sár og reið yfir ákvörðun SÁÁ.„Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ,“ skrifar Hilda Jana.Ákveðið var í janúar á síðasta ári að hefja undirbúning að lokun deildarinnar sökum þröngrar rekstrastöðu SÁÁ sem hefur í gegnum tíðina ekki fengið framlag frá ríkinu til reksturs slíkra deilda. Eftir mikla umræðu og þrýsting frá bæjarfulltrúum og hagsmunaðilum á Akureyri lagði meirihluti fjárlaganefndar til að SÁÁ fengi 150 milljónir tímabundið framlag. Var Sjúkratryggingum Íslands falið að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ.„Það bólar ekkert á þeim,“ segir Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ, aðspurður um milljónirnar 150 og hvort þær hafi borist SÁÁ svo tryggja megi áframhaldandi rekstur göngudeildarinnar á Akureyri, en SÁÁ starfrækir einnig göngudeild í Reykjavík. Fundahöld SÁÁ og SÍ vegna málsins hafa ekki borið árangur.Ekki liggi ljóst fyrir hvað „eitthvað annað“ sé Segir Arnþór að skýrt hafi komið fram á þeim fundum að SÍ vilji að fjármagnið fylgi samningi um ákveðna þjónustu.Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ.„Það hefur komið skýrt fram á fundum að það er ekki þjónustan sem við erum að veita núna. Það á að vera eitthvað annað,“ segir Arnþór sem segir ekki alveg liggja ljóst fyrir hvað þetta „annað“ sé. Á meðan ekki liggi fyrir samningur geti SÁÁ ekki gert annað en að loka göngudeildinni á Akureyri enda verði félagið að sníða sér stakk eftir vexti. „Við erum með ákveðinn ramma sem við þurfum að starfa innan og við verðum að passa okkur því að ef við förum fram úr okkar eigin heimildum förum við bara á hausinn,“ segir Arnþór. „Okkar rekstur verður að taka mið af þeim fjármunum sem við höfum, við getum ekki miðað við einhverja fjármuni sem eru upp í einhverju skýi.“Það sé þó þungbært að þurfa að loka deildinni á Akureyri.„Þetta er ofsalega fín eining og okkur þykir mjög vænt um hana,“ segir Arnþór. Það sé leiðinlegt að þurfa að stíga þetta skref eftir að útlit var fyrir að búið væri að tryggja fjármagn í reksturinn.„Þetta er agalegt af því að allt síðasta ár vorum við búin að tilkynna um að það stefndi í þetta. Síðan kemur allt í einu peningur og þá voru ægileg fagnaðarlæti og við sáum fyrir okkur að hægt væri að auka þjónustu og gera miklu meira þannig að þetta er eiginlega helmingi verra en þetta var fyrir ári“
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Enginn vilji virðist til að halda rekstri SÁÁ á Akureyri áfram SÁÁ mun ekki reka göngudeildarþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins að óbreyttu eftir áramót. 5. september 2018 08:00
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. 25. janúar 2018 20:15