Einstök rannsókn á tóneyra og taktvísi Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. mars 2019 08:15 Rósa segir að sér finnist ein kenning varðandi lesblindu frekar sannfærandi en hún gengur út á að lesblinda stafi af ónákvæmni í úrvinnslu hljóðs í tímarúmi. Fréttablaðið/Ernir „Það var nú reyndar Kári Stefánsson sem átti upprunalegu hugmyndina að því að skoða tóneyra. Hann benti mér á kanadíska grein sem fjallaði um fyrirbæri sem heitir tónblinda en hún einkennist af erfiðleikum við að skynja tónhæð eða tóna í tónlist,“ segir Rósa Signý Gísladóttir, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, um tilurð nýrrar rannsóknar sem hún stýrir. Í rannsókninni er verið að skoða erfðaþætti að baki tóneyra og taktvísi og tengsl við ýmsar raskanir. Rannsóknin samanstendur af prófi þar sem tóneyra og taktvísi einstaklinga eru metin og spurningalista þar sem spurt er um tónlistarástundun, tónlistargetu og lesblindu meðal annars.Tengsl við ýmsar raskanir Rósa, sem er einnig lektor í málvísindum við Háskóla Íslands, segir að það séu vísbendingar um að taktblinda haldist í hendur við aðrar taugaþroskaraskanir eins og lesblindu, málþroskaraskanir, talnablindu og mögulega ADHD. Taktblindan einkennist af vandamálum við að halda takti og skynja takt í tónlist. „Tónblindan virðist aftur á móti vera sértækari og það eru engar vísbendingar um tengsl hennar við þessar raskanir. Það er áhugavert að velta því fyrir sér að í báðum tilfellum heyrir fólk fullkomlega hljóðið en það er eitthvað sem fer úrskeiðis í hugrænni úrvinnslu á hljóðinu.“ Opnað var fyrir rannsóknina fyrir rúmri viku en fyrst var starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar boðið að taka þátt. „Þetta fór svo að spyrjast mjög hratt út á samfélagsmiðlum. Móttökurnar hafa verið frábærar og fram úr okkar björtustu vonum. Samkvæmt nýjustu tölum eru um átta þúsund manns búin að taka þátt,“ segir Rósa. Allir sem eru 18 ára og eldri og eru með rafræn skilríki geta tekið þátt í rannsókninni á heimasíðunni tóneyra.is. „Við þurfum rosalega fjölbreytt þýði og höfum áhuga á öllu rófinu. Bæði þeim sem eru mögulega með tón- eða taktblindu en líka þeim sem eru kannski með snilligáfu á þessu sviði og allt þar á milli.“ Þeir sem taka prófið fá upplýsingar um heildarstigafjölda bæði varðandi tóneyra og taktvísi. Þá fá þátttakendur upplýsingar um hvort niðurstöðurnar geti verið vísbending um tón- eða taktblindu. Rósa segir að telji einhverjir sig mögulega glíma við slík vandamál sé um að gera að taka þátt. „Taktprófið er almennt erfiðara og við sjáum það á þessari rannsókn í Kanada að það eru færri sem fá fullt hús stiga þar heldur en í tónprófinu. Mögulega getum við síðar birt dreifinguna þannig að fólk geti borið sig saman við aðra.“ Rósa segist gera ráð fyrir að opið verði fyrir rannsóknina á netinu í að minnsta kosti mánuð í viðbót.Áhugi á erfðaþætti tónlistar Rósa segir töluverðan fjölda fólks í heiminum hafa áhuga á að skoða erfðaþætti tónlistar og tónlistargáfuna. „Stærsta rannsóknin sem ég hef séð er með eitt þúsund þátttakendur þannig að við erum búin að margfalda það, en við þurfum líka mjög stórt þýði til að finna eitthvað marktækt. Það eru töluvert margir að skoða tónblinduna sérstaklega en það hefur aldrei verið gerð erfðarannsókn með þessu móti þar sem við getum skoðað erfðaþættina. Þannig að þetta er einstakt á heimsvísu.“ Varðandi mögulegar niðurstöður svona rannsóknar segir Rósa að það verði mjög áhugavert að skoða hvort erfðaþættir finnist í einhverju geni og þá hvort genið hafi breyst í gegnum tíðina. „Við getum farið að skoða áhrif erfðaþáttanna á tauganetin og heilasvæðin og þannig fræðumst við meira um taugavísindin að baki þessum eiginleikum. Það gefur okkur líka góðar upplýsingar og grundvöll fyrir alls konar þjálfunarúrræði.“ Vitað sé að börn og fullorðnir sem eigi erfitt með að klappa í takt við hljóð hafi oft lakari hljóðkerfisvitund, það er að segja, verri tilfinningu fyrir málhljóðunum. Þessir einstaklingar eigi því í erfiðleikum með lestur.Rósa Signý vinnur fyrir Íslenska erfðagreiningu.Vísir/VilhelmTónlistarþjálfun getur hjálpað „Svo eru ýmsar rannsóknir sem benda til þess að mögulega geti markviss tónlistarþjálfun gagnast til að bæta taktinn og hjálpað börnum með lesblindu eða málþroskaraskanir. Ef við finnum einhvern erfðaþátt sem hefur áhrif til dæmis bæði á taktblindu og lesblindu þá erum við komin með góðan grundvöll fyrir slík þjálfunarúrræði.“ Rósa segir að sér finnist ein kenning varðandi lesblindu frekar sannfærandi en hún gengur út á að lesblinda stafi af ónákvæmni í úrvinnslu hljóðs í tímarúmi. „Það er að segja hversu nákvæmlega við vinnum úr hljóðinu. Það getur orsakað að við erum ekki með nógu fullkomna mynd af málhljóðunum. Ef við erum ekki að greina hljóðin nógu hratt og örugglega þá endum við uppi með ófullkominn takt og ófullkomin málhljóð.“ Varðandi tónblinduna sérstaklega sé það áhugavert að hún virðist tiltölulega sértæk fyrir tónlist. „Hún hefur til dæmis ekki mikil áhrif á skynjun tónhæðar í tungumálum, en við notum tónfall meðal annars til að geta greint á milli spurningar og fullyrðingar. Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á þessu og tónblindan virðist ekki hafa mikil áhrif á skynjun tónfalls í tungumálum né tóna í tungumálum eins og í mandarín kínversku þar sem hljóð hafa mismunandi merkingu eftir því hvaða tónn er notaður.“Hvað er tón- og taktblinda? Tónblinda einkennist af erfiðleikum með að halda lagi og bera kennsl á falskar nótur. Þetta er arfgengt og hrjáir á bilinu 1,5 til 4 prósent einstaklinga. Taktblinda einkennist af erfiðleikum með að halda takti og skynja takt í tónlist. Lítið er vitað um arfgengi og tíðni taktblindu en vísbendingar eru um að taktblinda geti farið saman með lesblindu, málþroskaröskun og talnablindu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
„Það var nú reyndar Kári Stefánsson sem átti upprunalegu hugmyndina að því að skoða tóneyra. Hann benti mér á kanadíska grein sem fjallaði um fyrirbæri sem heitir tónblinda en hún einkennist af erfiðleikum við að skynja tónhæð eða tóna í tónlist,“ segir Rósa Signý Gísladóttir, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, um tilurð nýrrar rannsóknar sem hún stýrir. Í rannsókninni er verið að skoða erfðaþætti að baki tóneyra og taktvísi og tengsl við ýmsar raskanir. Rannsóknin samanstendur af prófi þar sem tóneyra og taktvísi einstaklinga eru metin og spurningalista þar sem spurt er um tónlistarástundun, tónlistargetu og lesblindu meðal annars.Tengsl við ýmsar raskanir Rósa, sem er einnig lektor í málvísindum við Háskóla Íslands, segir að það séu vísbendingar um að taktblinda haldist í hendur við aðrar taugaþroskaraskanir eins og lesblindu, málþroskaraskanir, talnablindu og mögulega ADHD. Taktblindan einkennist af vandamálum við að halda takti og skynja takt í tónlist. „Tónblindan virðist aftur á móti vera sértækari og það eru engar vísbendingar um tengsl hennar við þessar raskanir. Það er áhugavert að velta því fyrir sér að í báðum tilfellum heyrir fólk fullkomlega hljóðið en það er eitthvað sem fer úrskeiðis í hugrænni úrvinnslu á hljóðinu.“ Opnað var fyrir rannsóknina fyrir rúmri viku en fyrst var starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar boðið að taka þátt. „Þetta fór svo að spyrjast mjög hratt út á samfélagsmiðlum. Móttökurnar hafa verið frábærar og fram úr okkar björtustu vonum. Samkvæmt nýjustu tölum eru um átta þúsund manns búin að taka þátt,“ segir Rósa. Allir sem eru 18 ára og eldri og eru með rafræn skilríki geta tekið þátt í rannsókninni á heimasíðunni tóneyra.is. „Við þurfum rosalega fjölbreytt þýði og höfum áhuga á öllu rófinu. Bæði þeim sem eru mögulega með tón- eða taktblindu en líka þeim sem eru kannski með snilligáfu á þessu sviði og allt þar á milli.“ Þeir sem taka prófið fá upplýsingar um heildarstigafjölda bæði varðandi tóneyra og taktvísi. Þá fá þátttakendur upplýsingar um hvort niðurstöðurnar geti verið vísbending um tón- eða taktblindu. Rósa segir að telji einhverjir sig mögulega glíma við slík vandamál sé um að gera að taka þátt. „Taktprófið er almennt erfiðara og við sjáum það á þessari rannsókn í Kanada að það eru færri sem fá fullt hús stiga þar heldur en í tónprófinu. Mögulega getum við síðar birt dreifinguna þannig að fólk geti borið sig saman við aðra.“ Rósa segist gera ráð fyrir að opið verði fyrir rannsóknina á netinu í að minnsta kosti mánuð í viðbót.Áhugi á erfðaþætti tónlistar Rósa segir töluverðan fjölda fólks í heiminum hafa áhuga á að skoða erfðaþætti tónlistar og tónlistargáfuna. „Stærsta rannsóknin sem ég hef séð er með eitt þúsund þátttakendur þannig að við erum búin að margfalda það, en við þurfum líka mjög stórt þýði til að finna eitthvað marktækt. Það eru töluvert margir að skoða tónblinduna sérstaklega en það hefur aldrei verið gerð erfðarannsókn með þessu móti þar sem við getum skoðað erfðaþættina. Þannig að þetta er einstakt á heimsvísu.“ Varðandi mögulegar niðurstöður svona rannsóknar segir Rósa að það verði mjög áhugavert að skoða hvort erfðaþættir finnist í einhverju geni og þá hvort genið hafi breyst í gegnum tíðina. „Við getum farið að skoða áhrif erfðaþáttanna á tauganetin og heilasvæðin og þannig fræðumst við meira um taugavísindin að baki þessum eiginleikum. Það gefur okkur líka góðar upplýsingar og grundvöll fyrir alls konar þjálfunarúrræði.“ Vitað sé að börn og fullorðnir sem eigi erfitt með að klappa í takt við hljóð hafi oft lakari hljóðkerfisvitund, það er að segja, verri tilfinningu fyrir málhljóðunum. Þessir einstaklingar eigi því í erfiðleikum með lestur.Rósa Signý vinnur fyrir Íslenska erfðagreiningu.Vísir/VilhelmTónlistarþjálfun getur hjálpað „Svo eru ýmsar rannsóknir sem benda til þess að mögulega geti markviss tónlistarþjálfun gagnast til að bæta taktinn og hjálpað börnum með lesblindu eða málþroskaraskanir. Ef við finnum einhvern erfðaþátt sem hefur áhrif til dæmis bæði á taktblindu og lesblindu þá erum við komin með góðan grundvöll fyrir slík þjálfunarúrræði.“ Rósa segir að sér finnist ein kenning varðandi lesblindu frekar sannfærandi en hún gengur út á að lesblinda stafi af ónákvæmni í úrvinnslu hljóðs í tímarúmi. „Það er að segja hversu nákvæmlega við vinnum úr hljóðinu. Það getur orsakað að við erum ekki með nógu fullkomna mynd af málhljóðunum. Ef við erum ekki að greina hljóðin nógu hratt og örugglega þá endum við uppi með ófullkominn takt og ófullkomin málhljóð.“ Varðandi tónblinduna sérstaklega sé það áhugavert að hún virðist tiltölulega sértæk fyrir tónlist. „Hún hefur til dæmis ekki mikil áhrif á skynjun tónhæðar í tungumálum, en við notum tónfall meðal annars til að geta greint á milli spurningar og fullyrðingar. Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á þessu og tónblindan virðist ekki hafa mikil áhrif á skynjun tónfalls í tungumálum né tóna í tungumálum eins og í mandarín kínversku þar sem hljóð hafa mismunandi merkingu eftir því hvaða tónn er notaður.“Hvað er tón- og taktblinda? Tónblinda einkennist af erfiðleikum með að halda lagi og bera kennsl á falskar nótur. Þetta er arfgengt og hrjáir á bilinu 1,5 til 4 prósent einstaklinga. Taktblinda einkennist af erfiðleikum með að halda takti og skynja takt í tónlist. Lítið er vitað um arfgengi og tíðni taktblindu en vísbendingar eru um að taktblinda geti farið saman með lesblindu, málþroskaröskun og talnablindu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira