Gullfiskaminni Guðmundur Brynjólfsson skrifar 4. mars 2019 07:00 Það er stundum haft á orði þegar þjóð vor hefur eina ferðina enn kosið yfir sig hatara sína og kvalara að hún hafi gullfiskaminni. Hún virðist aldrei geta munað þetta á milli kjördaga: „Alhliða blekkingar Einhliða refsingar“ Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið. Rifjaðist upp, eru akkúrat réttu orðin því auðvitað mundi ég þetta hvorki skýrt né örugglega. Hvað var það í söngvakeppninni sem fékk mig til þess að muna þetta? Jú, þegar ég sá að forráðamenn keppninnar gerðu ráð fyrir því að þjóðin væri ekki bara með gullfiskaminni heldur algjörlega heiladauð. Mig minnir að lögin hafi verið rifjuð upp 42 sinnum svo menn gætu greitt atkvæði og rámað í hvernig flutningurinn var og svo menn mættu átta sig á því að Byggðarhornssvipurinn tilheyrir Heru en Friðrik Ómar er meira svona Fiskidagurinn mikli. Ekkert var gert í því að rifja upp andlitið á Gísla Marteini – enda óþarfi. Myndin af Dorian Gray er klassík og „Gleðin tekur enda“. Reyndar tók það þessa blessuðu keppni einhverjar 30 mínútur að byrja eftir að hún var byrjuð og maður var farinn að hafa áhyggjur af því að lögin myndu eldast illa. Svo ekki sé talað um keppendur, því „Tómið heimtir alla“. En þetta bjargaðist allt. Úrslitin voru eins og í öllum alþingiskosningum á lýðveldistímanum, hatrið sigraði. Auðvitað voru ekki allir á eitt sáttir, líkt og þegar þingkosningar eru gerðar upp. En ólíkt því sem er í uppgjöri alþingiskosninga þá geta ekki allir sagt að þeir hafi unnið í söngvakeppninni. Þar vinnur bara einn flokkur. Sem er mikil lausn fyrir minnislausa þjóð. Það er landsmönnum léttir að þurfa ekki að muna margt, þetta verður bara áfram eins: Hatrið mun sigra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það er stundum haft á orði þegar þjóð vor hefur eina ferðina enn kosið yfir sig hatara sína og kvalara að hún hafi gullfiskaminni. Hún virðist aldrei geta munað þetta á milli kjördaga: „Alhliða blekkingar Einhliða refsingar“ Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið. Rifjaðist upp, eru akkúrat réttu orðin því auðvitað mundi ég þetta hvorki skýrt né örugglega. Hvað var það í söngvakeppninni sem fékk mig til þess að muna þetta? Jú, þegar ég sá að forráðamenn keppninnar gerðu ráð fyrir því að þjóðin væri ekki bara með gullfiskaminni heldur algjörlega heiladauð. Mig minnir að lögin hafi verið rifjuð upp 42 sinnum svo menn gætu greitt atkvæði og rámað í hvernig flutningurinn var og svo menn mættu átta sig á því að Byggðarhornssvipurinn tilheyrir Heru en Friðrik Ómar er meira svona Fiskidagurinn mikli. Ekkert var gert í því að rifja upp andlitið á Gísla Marteini – enda óþarfi. Myndin af Dorian Gray er klassík og „Gleðin tekur enda“. Reyndar tók það þessa blessuðu keppni einhverjar 30 mínútur að byrja eftir að hún var byrjuð og maður var farinn að hafa áhyggjur af því að lögin myndu eldast illa. Svo ekki sé talað um keppendur, því „Tómið heimtir alla“. En þetta bjargaðist allt. Úrslitin voru eins og í öllum alþingiskosningum á lýðveldistímanum, hatrið sigraði. Auðvitað voru ekki allir á eitt sáttir, líkt og þegar þingkosningar eru gerðar upp. En ólíkt því sem er í uppgjöri alþingiskosninga þá geta ekki allir sagt að þeir hafi unnið í söngvakeppninni. Þar vinnur bara einn flokkur. Sem er mikil lausn fyrir minnislausa þjóð. Það er landsmönnum léttir að þurfa ekki að muna margt, þetta verður bara áfram eins: Hatrið mun sigra!
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun