Gjörspillt umræða um neytendavernd Einar Freyr Elínarson skrifar 5. mars 2019 15:37 Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Landbúnaður Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu. Hráakjötsfrumvarp landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir að samdráttur íslenskrar framleiðslu muni verða um 500-600 milljónir á ári í óskilgreindan tíma. Til að setja það samhengi þá gæti það jafngilt því að sauðfjárbændum myndi fækka um 160 á ári! Endalausar fingrabendingar stjórnmálamanna um það hver ber ábyrgð á hinum og þessum ákvörðunum eða tollasamningum gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir bændur. Réttast væri að þeir stjórnmálamenn sem ekki eru ofurseldir málflutningi stórkaupmanna myndu sammælast um að styðja íslenska bændur gegn þeirra málflutningi. Þetta er gjörspillt umræða sem er stjórnað af fjársterkum kaupmönnum og á ekkert skylt við neytendavernd. Hún felur það í sér að það hljóti að vera betra fyrir neytendur að versla beint við aðra stórkaupmenn og verksmiðjubú úti í heimi og kaupa vörur þeirra sem grundvallast á sem allra lægstum framleiðslukostnaði. Hvernig næst sá lági framleiðslukostnaður? Jú með því að greiða sem allra lægst laun og með því að leggja sem allra minnst upp úr aðbúnaði dýra og gæðastýringu framleiðslunnar. Í þessu felst hin svokallaða neytendavernd stórkaupmanna. Okkur er sagt að þetta sé bara hræðsluáróður. Að sjálfsögðu muni íslenskir neytendur að uppistöðunni velja íslensk matvæli. Ég trúi því líka að vilji myndi standa til þess, ef þeir hefðu um það raunverulegt val. Þeim verður ekki gefið val um annað en að kaupa innfluttan mat. Þeir verða blekktir af þeim sem vilja græða sem allra mest með því að selja ódýra vöru með hárri álagningu. Um leið og verslunin fær óheft að flytja inn hrátt kjöt þá mun þeim liggja mikið á að selja það sem fyrst áður en það úldnar. Því verður stillt upp fremst í kjötkælunum og íslensku fánalitirnir settir fyrir ofan og neytendur blekktir til að halda að þeir séu að kaupa íslenska framleiðslu. Nú þegar sjáum við þetta í verslunum á hverjum einasta degi og það er ekki fyrr en fólk fer að lúslesa smáaletrið sem það sér að kjötið sem það keypti er upprunnið í Þýskalandi. Annað skýrt dæmi um þetta er hágæða íslenski orkudrykkurinn Hámark. Nema hvað að hann er ekki íslenskur. Hann er framleiddur í Belgíu. Samt er hann kynntur neytendum sem íslensk framleiðsla. Það er pólitísk ákvörðun hvort að þessarri vegferð er haldið áfram. Það er ekkert meitlað í stein og alls ekki of seint að snúa af þessarri braut. Við erum stór hópur fólks sem hefur mikinn metnað til þess að framleiða góðan mat. Það er upplagt að virkja þann metnað og styðja um leið öfluga byggð á öllu landinu!Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun