Ríflega 1.000 daga drottnun Real Madrid í Evrópu er lokið Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2019 08:00 Gareth Bale er ekki vinsæll þessa dagana. vísir/getty Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir ótrúlegt 4-1 tap gegn Ajax á heimavelli í gærkvöldi en Evrópumeistarar síðustu þriggja ára voru með þægilegt 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Amsterdam. Í gær voru tvö ár, níu mánuðir og fimm dagar síðan að Real vann Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 í Mílanó og nú loks tóks einhverju liði að fella Real úr keppni. Real Madrid var búið að drottna yfir Evrópu í 1.001 dag. Santiago Solari, þjálfari Real Madrid, hefur ekki átt sjö dagana sæla í draumastarfinu en hann ber nú ábyrgð á tveimur stærstu töpum liðsins í Meistaradeildinni. Fyrst tapaði hann 3-0 fyrir CSKA Moskvu í riðlakeppninni og nú 4-1 fyrir Ajax. Solari hefur aðeins stýrt Real í 113 daga og þess utan tapaði hann tvívegis í sömu vikunni fyrir Barcelona en hann er með Real-liðið tólf stigum á eftir Börsungum í spænsku deildinni.Santiago Solari heldur ekki starfinu. Það er klárt.vísir/gettyFrá byrjun Meistaradeildarinnar 2015-2016 er Real búið að vera á miklum skriði en það vann 32 leiki af 47, gerði átta jafntefli, tapaði aðeins sjö, skoraði 112 mörk og fékk á sig 50 en þetta kemur allt fram í ítarlegri úttekt BBC. Real hefur auðvitað saknað Cristiano Ronaldo en áhrif hans eru meiri en sumir halda. Frá fyrsta leik Meistaradeildarinnar 2015 er Ronaldo búinn að skora 43 mörk en næsti Madrídingur er Karim Benzema með 17 mörk. Hann er markahæstur í Real-liðinu núna með fjögur mörk. Spænsku blöðin fóru á fullt í gærkvöldi og kölluðu eftir höfði Santiago Solari en þau vilja einnig losna við forsetann Florentino Perez og leikmenn á borð við Gareth Bale. Ljóst er að fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Real Madrid svarar fyrir sig á næstu dögum og í sumar þegar að leikmannaglugginn opnar en svona árangur er ekki í boði á Santiago Bernabéu. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira
Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir ótrúlegt 4-1 tap gegn Ajax á heimavelli í gærkvöldi en Evrópumeistarar síðustu þriggja ára voru með þægilegt 2-1 forskot eftir fyrri leikinn í Amsterdam. Í gær voru tvö ár, níu mánuðir og fimm dagar síðan að Real vann Atlético Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 í Mílanó og nú loks tóks einhverju liði að fella Real úr keppni. Real Madrid var búið að drottna yfir Evrópu í 1.001 dag. Santiago Solari, þjálfari Real Madrid, hefur ekki átt sjö dagana sæla í draumastarfinu en hann ber nú ábyrgð á tveimur stærstu töpum liðsins í Meistaradeildinni. Fyrst tapaði hann 3-0 fyrir CSKA Moskvu í riðlakeppninni og nú 4-1 fyrir Ajax. Solari hefur aðeins stýrt Real í 113 daga og þess utan tapaði hann tvívegis í sömu vikunni fyrir Barcelona en hann er með Real-liðið tólf stigum á eftir Börsungum í spænsku deildinni.Santiago Solari heldur ekki starfinu. Það er klárt.vísir/gettyFrá byrjun Meistaradeildarinnar 2015-2016 er Real búið að vera á miklum skriði en það vann 32 leiki af 47, gerði átta jafntefli, tapaði aðeins sjö, skoraði 112 mörk og fékk á sig 50 en þetta kemur allt fram í ítarlegri úttekt BBC. Real hefur auðvitað saknað Cristiano Ronaldo en áhrif hans eru meiri en sumir halda. Frá fyrsta leik Meistaradeildarinnar 2015 er Ronaldo búinn að skora 43 mörk en næsti Madrídingur er Karim Benzema með 17 mörk. Hann er markahæstur í Real-liðinu núna með fjögur mörk. Spænsku blöðin fóru á fullt í gærkvöldi og kölluðu eftir höfði Santiago Solari en þau vilja einnig losna við forsetann Florentino Perez og leikmenn á borð við Gareth Bale. Ljóst er að fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Real Madrid svarar fyrir sig á næstu dögum og í sumar þegar að leikmannaglugginn opnar en svona árangur er ekki í boði á Santiago Bernabéu.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira
Ajax sló út Evrópumeistarana Ajax sló út ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid í ótrúlegum leik á Santiago Bernabeu í Meistaradeild Evrópu. 5. mars 2019 22:00