Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:30 Kylian Mbappe og United-maðurinn Diogot Dalot eftir leikinn í gærkvöldi. Getty/Xavier Laine Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira