Segir mikinn áhuga á 27 milljóna Sushiplássi á Stjörnutorgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:30 Sushibarinn express stendur á miðju Stjörnutorgi. Vísir/vilhelm Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár en þar áður var rýmið á forræði Osushi. Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna. Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi. Einar og félagar reka jafnframt Sushibar á Suðurlandsbraut og Sakebarinn á Laugavegi. Þá standa þeir í ströngu þessa dagana við að standsetja rýmið sem áður hýsti útibú Sushibarsins á Laugavegi. Þær framkvæmdir hafa verið tímafrekari og um leið kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi, eins og Vísir greindi frá í úttekt sinni um stöðuna á „Draugavegi.“ Einar segir að leitað hafi verið að kaupendum að rýminu á Stjörnutorgi frá áramótum, en fyrst núna hafi það verið gert opinbert með formlegri fasteignaauglýsingu. Á þeim tíma hafi töluverður fjöldi áhugasamra sett sig í samband við Einar og spurst fyrir um möguleika rýmisins. Kringlan fær um fimm milljón heimsóknir á ári hverju og segir Einar því að snjallt viðskiptafólk ætti vel að geta rekið stað á Stjörnutorgi, þó svo að þeim hafi ekki tekist það.Vísir/Vilhelm Einar segir að hugmyndir flestra þeirra hafi þó ekki hentað í plássið, það sé ekki aðeins lítið heldur einnig opið og á miðju Stjörnutorgi. Rýmið bjóði þannig ekki upp á fyrirferðamikla eldamennsku eða brasseringar, eins og ýmsir vonbiðlar hafi séð fyrir sér, en henti aftur á móti fullkomlega fyrir einfaldari matreiðslu. Nefnir Einar í því samhengi hvers kyns samlokugerð, súkkulaðisölu eða jafnvel sushilögun. Þrátt fyrir að rekstur Sushibarsins hafi ekki gengið sem skyldi segir Einar að það sé ekki þar með sagt að veitingarekstur á Stjörnutorgi sé ómögulegur. Þvert á móti, Kringlan fái um fimm milljón heimsóknir viðskiptavina á hverju ári auk þess sem töluvert sé um að vera í hádeginu, þegar menntaskólanemar og aðrir starfsmenn Kringlusvæðisins fá sér að borða. Þá sé jafnframt töluverð gerjun á Stjörnutorgi þessa dagana, en eins og Vísir hefur áður sagt frá stendur til að opna svokallaða mathöll í vesturhorni torgsins. Áætlað er að fyrstu veitingastaðirnir í mathöllinni opni í lok apríl. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár en þar áður var rýmið á forræði Osushi. Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna. Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi. Einar og félagar reka jafnframt Sushibar á Suðurlandsbraut og Sakebarinn á Laugavegi. Þá standa þeir í ströngu þessa dagana við að standsetja rýmið sem áður hýsti útibú Sushibarsins á Laugavegi. Þær framkvæmdir hafa verið tímafrekari og um leið kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi, eins og Vísir greindi frá í úttekt sinni um stöðuna á „Draugavegi.“ Einar segir að leitað hafi verið að kaupendum að rýminu á Stjörnutorgi frá áramótum, en fyrst núna hafi það verið gert opinbert með formlegri fasteignaauglýsingu. Á þeim tíma hafi töluverður fjöldi áhugasamra sett sig í samband við Einar og spurst fyrir um möguleika rýmisins. Kringlan fær um fimm milljón heimsóknir á ári hverju og segir Einar því að snjallt viðskiptafólk ætti vel að geta rekið stað á Stjörnutorgi, þó svo að þeim hafi ekki tekist það.Vísir/Vilhelm Einar segir að hugmyndir flestra þeirra hafi þó ekki hentað í plássið, það sé ekki aðeins lítið heldur einnig opið og á miðju Stjörnutorgi. Rýmið bjóði þannig ekki upp á fyrirferðamikla eldamennsku eða brasseringar, eins og ýmsir vonbiðlar hafi séð fyrir sér, en henti aftur á móti fullkomlega fyrir einfaldari matreiðslu. Nefnir Einar í því samhengi hvers kyns samlokugerð, súkkulaðisölu eða jafnvel sushilögun. Þrátt fyrir að rekstur Sushibarsins hafi ekki gengið sem skyldi segir Einar að það sé ekki þar með sagt að veitingarekstur á Stjörnutorgi sé ómögulegur. Þvert á móti, Kringlan fái um fimm milljón heimsóknir viðskiptavina á hverju ári auk þess sem töluvert sé um að vera í hádeginu, þegar menntaskólanemar og aðrir starfsmenn Kringlusvæðisins fá sér að borða. Þá sé jafnframt töluverð gerjun á Stjörnutorgi þessa dagana, en eins og Vísir hefur áður sagt frá stendur til að opna svokallaða mathöll í vesturhorni torgsins. Áætlað er að fyrstu veitingastaðirnir í mathöllinni opni í lok apríl.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15
Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54