Innlent

Einari „Boom“ dæmdar 7,5 milljónir í skaðabætur frá ríkinu

Andri Eysteinsson skrifar
Einar Ingi Marteinsson, var hnepptur í gæsluvarðhald í janúar 2012, þar mátti hann dvelja fram í júní. Einar var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti.
Einar Ingi Marteinsson, var hnepptur í gæsluvarðhald í janúar 2012, þar mátti hann dvelja fram í júní. Einar var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti.
Einari „Boom“ Marteinssyni, sem heitir fullu nafni Einar Ingi Marteinsson, var í dag dæmdar skaðabætur vegna máls hans gegn íslenska ríkinu.

Einar hafði stefnt ríkinu, 27. mars 2017, vegna þess að hann var látinn sitja í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði frá 13. janúar 2012 til 20. júní sama árs vegna gruns um að Einar væri viðloðinn líkamsárás en Einar var sýknaður af öllum ákæruefnum með dómi Hæstaréttar 31.janúar 2013.

Einar hafði áður höfðað mál gegn ríkinu árið 2013 en var því máli vísað frá vegna vanreifunar. Einar hafði upphaflega farið fram á rúmlega 74 milljónir krónar í skaðabætur, í málinu sem úrskurðað var í dag fór Einar fram á yfir 10 milljónir króna í bætur.

Sat í gæsluvarðhaldi í rúma fimm mánuði

Í byrjun árs 2012 var Einar, sem var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels, handtekinn vegna gruns um aðild að sérstaklega hættulegri líkamsárás og kynferðisbroti eftir því sem fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

Einar var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19.janúar sem seinna var framlengt til 16. Febrúar. 

Að endingu sat Einar í gæsluvarðhaldi til 20. júní 2012 en þann dag var hann sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins, 31.janúar 2013 var svo ákvæði héraðsdóms um sýknu Einars staðfest fyrir Hæstarétti.

Einar stefndi ríkinu og gerði kröfu um bætur vegna tímabundinna og varanlegra afleiðinga þess líkamstjóns sem hann hlaut vegna aðgerða lögreglu. Héraðsdómur féllst á málflutning Einars og dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða Einari „Boom“ Marteinssyni 7.500.000 krónur.


Tengdar fréttir

Engar 75 milljónir til Einars Boom

Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Meta andlegt tjón Einars Boom

Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×