Körfubolti

Haukur Helgi öflugur í sigri Nanterre

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi og félagar eru í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.
Haukur Helgi og félagar eru í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson átti fínan leik þegar Nanterre bar sigurorð af Levallois, 90-82, í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Þetta var annar sigur Nanterre í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar.

Haukur var í byrjunarliði Nanterre og lék í 31 mínútu. Landsliðsmaðurinn skilaði tólf stigum, tveimur fráköstum og þremur stoðsendingum. Hann hitti úr fjórum af ellefu skotum sínum utan af velli og nýtti öll þrjú vítin sín.

Það gekk ekki jafn vel hjá félaga Hauks í íslenska landsliðinu, Degi Kár Jónssyni, í kvöld. Lið hans, Flyers Wels tapaði með 30 stiga mun, 99-69, fyrir Swans Gmunden í austurrísku úrvalsdeildinni.

Dagur Kár skoraði ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hann setti niður þrjú þriggja stiga skot í fjórum tilraunum.

Flyers Wels er í 5. sæti deildarinnar með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×