Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. febrúar 2019 18:30 Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira