Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. febrúar 2019 18:30 Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Málið er litið alvarlegum augum að sögn framkvæmdastjóra hjá Reykjavíkurborg og var maðurinn sendur í leyfi á meðan málið er til rannsóknar. Málið kom upp fyrir tveimur vikum en á skammtímaheimilinu dvelja um fimm til sex manns á hverjum tíma og eru mislengi í einu. Í heildina er skjólstæðingar heimilisins tuttugu og fjórir. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar málið atvik sem á að hafa átt sér stað þegar umræddur starfsmaður baðaði fatlaða konu sem er á þrítugsaldri. Maðurinn er búin að starfa á umræddu heimili í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri í Miðgarði, þjónustumiðstöðvarinnar sem hefur umsjón með skammtímaheimilinu, segir málið varða ósæmilega hegðun starfsmanns gagnvart skjólstæðingi. Málið sé komið á borð lögreglu. „Við tökum öllu svona mjög alvarlega og setjum í ferli. Ef starfsfólk hjá okkur er grunað um að hafa hagað sér á einhvern hátt ósæmilega þá sendum við viðkomandi í leyfi á meðan við erum að skoða málið,“ segir Ingibjörg en maðurinn var sendur í leyfi þegar málið kom upp. Ævar Pálmi Pálmason, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kynferðisbrotadeildin sé að rannsaka atvik sem á að hafa átt sér stað í umræddri skammtímavistun og að rannsókn málsins miði vel.Er ekki óeðlilegt að karlmaður baði konu og öfugt?„Jú, ég held að best sé kannski að hafa það af sama kyni og verklagsreglurnar eru þær að við reynum að gera það svoleiðis ef við komum því við,“ segir Ingibjörg. Hins vegar sé það stundum óhjákvæmilegt en samkvæmt heimildum fréttastofu var umræddur starfsmaður eini starfsmaðurinn í húsinu og því sá eini sem gat baðað konuna í umrætt skipti. Ingibjörg segir að starfsmenn og foreldrar þeirra sem dvelja á heimilinu hafi verið látnir vita af málinu í gær og í dag en samkvæmt fyrirmælum frá lögreglu var ekki hægt að upplýsa um það fyrr. „Að sjálfsögðu er ekki gott að heyra svona og það vilja auðvitað allir vera öryggir með sína nánstu hvar sem þeir eru,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira