Dýrkeypt fórn Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun