Twitter-forsetinn Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Twitter Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins? Það er þó haft eftir Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í Fear, áhugaverðri bók Bob Woodward um forsetatíð Donald Trump. Priebus vísar þar til þess tíma sem Trump ver uppi í rúmi, horfandi á spjallþætti í sjónvarpi með símann við hönd. Á Twitter tjáir fingraglaði forsetinn skoðanir sínar og tilfinningar og heimurinn fylgist með. Á Twitter komast notendur í beint og milliliðalaust samband við umheiminn. Það kann forsetinn vel að meta, enda í miðju stríði við frjálsa fjölmiðla og fjölmiðlafólk sem á það til að kanna hvort það sem sagt er sé satt og rétt. Til að hámarka árangurinn er Trump sagður láta prenta út vinsælustu færslurnar sínar og kanna hvað helst hitti í mark. Þrátt fyrir þetta hefur notendafjöldi miðilsins ekkert breyst frá því Trump var kjörinn forseti síðla árs 2016. 321 milljón manna nýtir sér Twitter í hverjum mánuði samanborið við 2,3 milljarða á Facebook og milljarð á Instagram. En þrátt fyrir stöðnun er reksturinn allt annar og betri en áður og eftir áralangan taprekstur hefur hagnaði nú verið skilað fimm ársfjórðunga í röð. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam um 54 milljörðum króna á síðasta ári, því fyrsta sem í heildina var rekið réttum megin við núllið. Tekjur af hverjum notanda hafa aukist um fjórðung frá kjöri Trump og ríflega tvöfaldast frá árinu 2014. Þetta er því allt í rétta átt hjá Twitter en væntingar fjárfesta til þessa árs eru þó hóflegar. Gert er ráð fyrir um fimmtungs vexti kostnaðar á milli ára, en meðal annars verður þess freistað að auka enn frekar birtingu efnis sem klæðskerasniðið er að hverjum og einum notanda og slíkt á að auka sölu auglýsinga enn frekar. Hvort betri afkoma Twitter er Trump að þakka skal ósagt látið en það er þó ekki hægt að útiloka. Þá er spurningin bara hvort áframhaldandi velgengni fyrirtækisins velti ekki á því hversu vel tekst að virkja fleiri forseta. Ætli okkar eigin @sagnaritari muni kannski beintísta #12stig á laugardaginn?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun