Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 08:20 Þessi forsíða New York Post vakti mikla athygli enda fyrirsögnin með skemmtilegri orðaleikjum sem sést hafa í fjölmiðlum. vísir/getty Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, mætti í viðtöl í Bandaríkjunum í gær og þvertók fyrir að yfirvöld í landinu hefðu eitthvað komið nálægt lekanum en um er að ræða textaskilaboð á milli Bezos og hjákonu hans Lauren Sánchez og vandræðalegar myndir af þeim tveimur. „Þetta er eitthvað sem er á milli Bezos og blaðsins. Við höfðum ekkert að gera með þetta. Þetta hljómar eins og sápuópera í mínum eyrum,“ sagði al-Jubeir.Sýni hvað ásakanir Bezos eru eldfimar Að því er fram kemur í frétt Guardian sýnir það hversu eldfimar ásakanir Bezos hafa verið að háttsettur maður í ríkisstjórn Sádi-Arabíu sjái sig knúinn til þess að stíga fram og neita að haft nokkuð með lekann að gera. Bezos er stofnandi Amazon og eigandi bandaríska blaðsins Washington Post. Í bloggfærslu síðastliðinn fimmtudag sakaði hann National Enquirer um að hafa reynt að kúga sig til að hann myndi hætta rannsókn á því hvernig einkaskilaboðunum og myndunum var lekið til blaðsins.Sjá einnig:Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Sagði Bezos að blaðið hefði hótað því að birta kynferðislegar myndir af honum og Sánchez en National Enquirer er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated (AMI) undir stjórn David J. Pecker. Í bloggfærslunni benti Bezos á náið samband Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við AMI en milljarðamæringurinn hefur reglulega verið skotspónn forsetans. Þá benti Bezos einnig á samband AMI við ríkisstjórnina í Sádi-Arabíu. Elkan Abramowitz, lögfræðingur AMI, neitaði einnig fyrir það í sjónvarpsviðtali í gær að Sádi-Arabía hefði eitthvað haft með lekann að gera. National Enquirer hefði komist yfir efnið í gegnum heimildarmann en hann væri ekki pólitískur. Þá hefðu samningaviðræður AMI við Bezos nú ekkert að gera með kúgun eða hótanir. Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, mætti í viðtöl í Bandaríkjunum í gær og þvertók fyrir að yfirvöld í landinu hefðu eitthvað komið nálægt lekanum en um er að ræða textaskilaboð á milli Bezos og hjákonu hans Lauren Sánchez og vandræðalegar myndir af þeim tveimur. „Þetta er eitthvað sem er á milli Bezos og blaðsins. Við höfðum ekkert að gera með þetta. Þetta hljómar eins og sápuópera í mínum eyrum,“ sagði al-Jubeir.Sýni hvað ásakanir Bezos eru eldfimar Að því er fram kemur í frétt Guardian sýnir það hversu eldfimar ásakanir Bezos hafa verið að háttsettur maður í ríkisstjórn Sádi-Arabíu sjái sig knúinn til þess að stíga fram og neita að haft nokkuð með lekann að gera. Bezos er stofnandi Amazon og eigandi bandaríska blaðsins Washington Post. Í bloggfærslu síðastliðinn fimmtudag sakaði hann National Enquirer um að hafa reynt að kúga sig til að hann myndi hætta rannsókn á því hvernig einkaskilaboðunum og myndunum var lekið til blaðsins.Sjá einnig:Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Sagði Bezos að blaðið hefði hótað því að birta kynferðislegar myndir af honum og Sánchez en National Enquirer er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated (AMI) undir stjórn David J. Pecker. Í bloggfærslunni benti Bezos á náið samband Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við AMI en milljarðamæringurinn hefur reglulega verið skotspónn forsetans. Þá benti Bezos einnig á samband AMI við ríkisstjórnina í Sádi-Arabíu. Elkan Abramowitz, lögfræðingur AMI, neitaði einnig fyrir það í sjónvarpsviðtali í gær að Sádi-Arabía hefði eitthvað haft með lekann að gera. National Enquirer hefði komist yfir efnið í gegnum heimildarmann en hann væri ekki pólitískur. Þá hefðu samningaviðræður AMI við Bezos nú ekkert að gera með kúgun eða hótanir.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Sjá meira
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52