Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 08:20 Þessi forsíða New York Post vakti mikla athygli enda fyrirsögnin með skemmtilegri orðaleikjum sem sést hafa í fjölmiðlum. vísir/getty Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, mætti í viðtöl í Bandaríkjunum í gær og þvertók fyrir að yfirvöld í landinu hefðu eitthvað komið nálægt lekanum en um er að ræða textaskilaboð á milli Bezos og hjákonu hans Lauren Sánchez og vandræðalegar myndir af þeim tveimur. „Þetta er eitthvað sem er á milli Bezos og blaðsins. Við höfðum ekkert að gera með þetta. Þetta hljómar eins og sápuópera í mínum eyrum,“ sagði al-Jubeir.Sýni hvað ásakanir Bezos eru eldfimar Að því er fram kemur í frétt Guardian sýnir það hversu eldfimar ásakanir Bezos hafa verið að háttsettur maður í ríkisstjórn Sádi-Arabíu sjái sig knúinn til þess að stíga fram og neita að haft nokkuð með lekann að gera. Bezos er stofnandi Amazon og eigandi bandaríska blaðsins Washington Post. Í bloggfærslu síðastliðinn fimmtudag sakaði hann National Enquirer um að hafa reynt að kúga sig til að hann myndi hætta rannsókn á því hvernig einkaskilaboðunum og myndunum var lekið til blaðsins.Sjá einnig:Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Sagði Bezos að blaðið hefði hótað því að birta kynferðislegar myndir af honum og Sánchez en National Enquirer er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated (AMI) undir stjórn David J. Pecker. Í bloggfærslunni benti Bezos á náið samband Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við AMI en milljarðamæringurinn hefur reglulega verið skotspónn forsetans. Þá benti Bezos einnig á samband AMI við ríkisstjórnina í Sádi-Arabíu. Elkan Abramowitz, lögfræðingur AMI, neitaði einnig fyrir það í sjónvarpsviðtali í gær að Sádi-Arabía hefði eitthvað haft með lekann að gera. National Enquirer hefði komist yfir efnið í gegnum heimildarmann en hann væri ekki pólitískur. Þá hefðu samningaviðræður AMI við Bezos nú ekkert að gera með kúgun eða hótanir. Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, mætti í viðtöl í Bandaríkjunum í gær og þvertók fyrir að yfirvöld í landinu hefðu eitthvað komið nálægt lekanum en um er að ræða textaskilaboð á milli Bezos og hjákonu hans Lauren Sánchez og vandræðalegar myndir af þeim tveimur. „Þetta er eitthvað sem er á milli Bezos og blaðsins. Við höfðum ekkert að gera með þetta. Þetta hljómar eins og sápuópera í mínum eyrum,“ sagði al-Jubeir.Sýni hvað ásakanir Bezos eru eldfimar Að því er fram kemur í frétt Guardian sýnir það hversu eldfimar ásakanir Bezos hafa verið að háttsettur maður í ríkisstjórn Sádi-Arabíu sjái sig knúinn til þess að stíga fram og neita að haft nokkuð með lekann að gera. Bezos er stofnandi Amazon og eigandi bandaríska blaðsins Washington Post. Í bloggfærslu síðastliðinn fimmtudag sakaði hann National Enquirer um að hafa reynt að kúga sig til að hann myndi hætta rannsókn á því hvernig einkaskilaboðunum og myndunum var lekið til blaðsins.Sjá einnig:Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Sagði Bezos að blaðið hefði hótað því að birta kynferðislegar myndir af honum og Sánchez en National Enquirer er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated (AMI) undir stjórn David J. Pecker. Í bloggfærslunni benti Bezos á náið samband Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við AMI en milljarðamæringurinn hefur reglulega verið skotspónn forsetans. Þá benti Bezos einnig á samband AMI við ríkisstjórnina í Sádi-Arabíu. Elkan Abramowitz, lögfræðingur AMI, neitaði einnig fyrir það í sjónvarpsviðtali í gær að Sádi-Arabía hefði eitthvað haft með lekann að gera. National Enquirer hefði komist yfir efnið í gegnum heimildarmann en hann væri ekki pólitískur. Þá hefðu samningaviðræður AMI við Bezos nú ekkert að gera með kúgun eða hótanir.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52