Handbolti

Arnar Freyr að standa sig á móti stóru liðunum í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson.
Arnar Freyr Arnarsson. Getty/Carsten Harz
Íslenski landsliðslínumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að spila vel með sænska liðinu Kristianstad í Meistaradeildinni í handbolta.

Arnar Freyr skoraði fimm mörk á móti Vive Kielce um helgina og var einn af markahæstu mönnum sínum liðs en hann hefur þar með skorað tuttugu mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Mótherjarnir í þessum fjórum leikjum hafa verið stórlið Vive Targi Kielce frá Póllandi, Rhein-Neckar Löwen frá Þýskalandi,  Montpellier Handball frá Frakklandi og Telekom Veszprém frá Ungverjalandi.

Arnar Freyr er ekki aðeins með 20 mörk í leikjunum heldur hefur hann einnig fiskað tólf vítaköst. Hann er einnig að spila mikilvægt hlutverk í vörninni.

Ólafur Guðmundsson er með tólf mörk í þessum fjórum leikjum og Teitur Örn Einarsson þrjú. Ólafur  skoraði fimm mörk á móti Vive Kielce um helgina alveg eins og Arnar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×