„Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 21:03 Sigursteinn Arndal hefur lítinn tíma haft í æfingar. Mikið leikjaálag er á liðinu. vísir / vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður með glæsilegan 35-29 sigur sinna manna gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. „Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“ Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti Fleiri fréttir „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“
Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti Fleiri fréttir „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Sjá meira