Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 16:00 Íslenska landsliðið fagnaði tveimur góðum sigrum gegn Póllandi í undirbúningi fyri rEM. vísir/Viktor Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 35 manna hópinn sem hann mun svo geta valið úr fyrir Evrópumótið sem hefst eftir tæpan mánuð. Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Sjá meira
Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Sjá meira