Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 16:00 Íslenska landsliðið fagnaði tveimur góðum sigrum gegn Póllandi í undirbúningi fyri rEM. vísir/Viktor Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 35 manna hópinn sem hann mun svo geta valið úr fyrir Evrópumótið sem hefst eftir tæpan mánuð. Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira
Athygli vekur að á listanum sem EHF birti í dag er einn leikmanna íslenska liðsins, Dana Björg Guðmundsdóttir, stjörnumerktur og sá fyrirvari settur að ekki sé búið að staðfesta að hún sé lögleg með íslenska landsliðinu. Dana Björg, sem flutti mánaðargömul frá Íslandi til Noregs og hefur búið þar síðan, lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Ísland í sigrunum góðu gegn Póllandi um helgina, í tveimur vináttulandsleikjum. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru engar líkur á því að Dana Björg verði ekki lögleg fyrir EM. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, segir í samtali við Vísi að EHF kalli eftir ákveðnum gögnum vegna þess að Dana Björg hafi aldrei spilað deildarleik á Íslandi. Evrópska sambandið vilji einfaldlega fá staðfestingu á íslensku vegabréfi og yfirlýsingu um að hún hafi aldrei spilað fyrir norska landsliðið. Þetta hafi HSÍ margoft gert áður og að lokið verði við að skila öllum gögnum í þessari viku. Í 35 manna hópnum eru þeir tuttugu leikmenn sem valdir voru fyrir leikina við Pólverja, auk fimmtán annarra. Hópinn má sjá hér að neðan. Íslenski hópurinn sem hægt verður að velja úr fyrir Evrópumótið.EHF Í 35 manna hópnum má meðal annars finna sex leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Það eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir, og markverðirnir Ethel Gyða Bjarnasen og Andrea Gunnlaugsdóttir. Þá er fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Karen Knútsdóttir einnig á 35 manna listanum eftir að hafa tekið fram skóna að nýju eftir tveggja ára hlé. Á 35 manna listanum eru tíu leikmenn sem fæddir eru 2004 eða 2005, og voru því gjaldgengar á HM U20-landsliða í sumar þar sem Íslands komst í átta liða úrslitin. Ísland leikur í F-riðli á EM, ásamt Hollandi, Úkraínu og Þýskalandi, og er fyrsti leikur við Holland þann 29. nóvember. Leikið er í Innsbruck í Austurríki. Arnar mun þurfa að velja tuttugu manna opinberan hóp áður en EM hefst, og svo sextán leikmenn fyrir hvern leikdag. Heimilt er að skipta inn tveimur leikmönnum af 35 manna listanum á meðan á riðlakeppninni stendur. Í milliriðlakeppninni má aftur skipta tveimur leikmönnum inn, og sömuleiðis um úrslitahelgina. Allt í allt er því mögulegt að gera sex breytingar á tuttugu manna hópi hvers liðs yfir mótið.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira