Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2019 15:09 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Rakel Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sex ummæli Tryggva Viðarssonar, í tengslum við Hlíðamálið svokallaða, dauð og ómerk. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða mönnunum tveimur, sem stefndu honum, 350 þúsund krónum hvorum um sig ásamt því að greiða þeim óskipt 800 þúsund krónur í málskostnað. Hlíðamálið varðar fréttaflutning af máli þar sem tveir menn voru sakaðir um nauðgun í heimahúsi í Hlíðunum í Reykjavík í nóvember árið 2015. Tryggvi birti fjögur af ummælunum á Facebook 9. nóvember árið 2015:Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum.Þessi viðrini voru ekki nafngreind eða myndbirt í blöðunum eins og aðrir með réttarstöðu grunaðra og ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi á meðan á rannsókn stendur samt stafar samfélaginu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér.Endilega deilið svo stelpur geti varað sig á þessum stórhættulegu einstaklingum.Ef þið sjáið þessa fávita endilega hifive a þá í smettið ... Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauðgaraofbeldisferil. Einnig voru ummæli eftir hann í frétt Pressunnar sama daga dæmd dauð og ómerk en þau voru: ... Ef það tekst að hindra þó það væri ekki nema eina nauðgun í viðbót af hálfu þessara manna þá er markmiðinu náð. Þá lét hann einnig ummæli falla í athugasemd við Facebook-færslu sama daga sem voru eftirfarandi og dæmd dauð og ómerk:Magnús ég hef sögur frá fyrstu hendi frá fleiri en þessum stelpum sem þeir náðu að nauðga og misþyrma og á meðan þeir ganga lausir eru þeir hættulegir. Tryggvi hafði meðal annars deilt myndum af mönnunum tveimur á Facebook ásamt fullum nöfnum þeirra. Hann krafðist sýknu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og reisti kröfu sína á grundvallarreglunni um tjáningarfrelsi sem sé lögvarin í stjórnarskránni og mannréttindarsáttmála Evrópu. Taldi hann til vara að fullyrðingar um sekt mannanna hafi átt uppruna sinn hjá öðrum en honum sjálfum og hann hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá. Í júlí í fyrra staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem 365 miðlar ehf. og fjórir fréttamenn voru dæmdir til að greiða mönnunum tveimur skaðabætur vegna umfjöllunarinnar og ummæli dæmd dauð og ómerk. Dómsmál Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sex ummæli Tryggva Viðarssonar, í tengslum við Hlíðamálið svokallaða, dauð og ómerk. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða mönnunum tveimur, sem stefndu honum, 350 þúsund krónum hvorum um sig ásamt því að greiða þeim óskipt 800 þúsund krónur í málskostnað. Hlíðamálið varðar fréttaflutning af máli þar sem tveir menn voru sakaðir um nauðgun í heimahúsi í Hlíðunum í Reykjavík í nóvember árið 2015. Tryggvi birti fjögur af ummælunum á Facebook 9. nóvember árið 2015:Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum.Þessi viðrini voru ekki nafngreind eða myndbirt í blöðunum eins og aðrir með réttarstöðu grunaðra og ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi á meðan á rannsókn stendur samt stafar samfélaginu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér.Endilega deilið svo stelpur geti varað sig á þessum stórhættulegu einstaklingum.Ef þið sjáið þessa fávita endilega hifive a þá í smettið ... Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauðgaraofbeldisferil. Einnig voru ummæli eftir hann í frétt Pressunnar sama daga dæmd dauð og ómerk en þau voru: ... Ef það tekst að hindra þó það væri ekki nema eina nauðgun í viðbót af hálfu þessara manna þá er markmiðinu náð. Þá lét hann einnig ummæli falla í athugasemd við Facebook-færslu sama daga sem voru eftirfarandi og dæmd dauð og ómerk:Magnús ég hef sögur frá fyrstu hendi frá fleiri en þessum stelpum sem þeir náðu að nauðga og misþyrma og á meðan þeir ganga lausir eru þeir hættulegir. Tryggvi hafði meðal annars deilt myndum af mönnunum tveimur á Facebook ásamt fullum nöfnum þeirra. Hann krafðist sýknu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og reisti kröfu sína á grundvallarreglunni um tjáningarfrelsi sem sé lögvarin í stjórnarskránni og mannréttindarsáttmála Evrópu. Taldi hann til vara að fullyrðingar um sekt mannanna hafi átt uppruna sinn hjá öðrum en honum sjálfum og hann hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá. Í júlí í fyrra staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem 365 miðlar ehf. og fjórir fréttamenn voru dæmdir til að greiða mönnunum tveimur skaðabætur vegna umfjöllunarinnar og ummæli dæmd dauð og ómerk.
Dómsmál Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira