Handbolti

Ljónin töpuðu í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexander Petterson.
Alexander Petterson. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen tapaði með þremur mörkum fyrir Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Guðjón Valur Sigurðsson var annar af markahæstu mönnum Ljónanna með fimm mörk í 27-24 tapinu. Alexander Petresson bætti þremur við.

Heimamenn í Brest byrjuðu leikinn betur og komu sér snemma í þægilega forystu. Undir lok fyrri hálfleiksins urðu heimamenn fyrir áfalli þegar króatíski markmaðurinn Ivan Pesic var sendur í sturtu með rautt spjald.

Það hafði þó ekki svo mikil áhrif því þeir héldu forystunni allan leikinn. Munurinn varð aldrei mikill, Ljónin voru aldrei nema tveimur, þremur mörkum frá heimamönnum en Brest hékk á sigrinum.

Þetta var sjötta tap Löwen í Meistaradeildinni í vetur í 12 leikjum og eru þeir sex stigum frá toppliði Barcelona þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni. Þeir eru þó öruggir áfram í 16-liða úrslitin, þangað komast liðin í 2.-6. sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×