Birting dóma þegar þolendur eru börn Salvör Nordal skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Umboðsmaður barna hefur á síðustu árum ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað. Sérstaklega hefur verið bent á að dómar þar sem börn eru þolendur t.d. í kynferðisafbrotamálum gangi oft nærri friðhelgi barna og persónuvernd með nákvæmum atvikalýsingum, ítarlegum lýsingum á líðan barna eða að vitnað sé beint í viðkvæmar upplýsingar sem fram hafa komið í viðtölum sálfræðinga eða sérfræðinga Barnahúss við börn. Þrátt fyrir að nafnleyndar eigi að gæta hefur nafnhreinsun ekki alltaf verið sem skyldi og einnig vandkvæðum bundið að tryggja brotaþolum persónuvernd og friðhelgi einkalífs, þrátt fyrir nafnleynd, t.d. í málum sem tengjast fámennum sveitarfélögum. Þann 30. maí á síðasta ári héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum en ljóst er að mun lengra er gengið hér á landi þegar dómar eru birtir en í nágrannalöndunum. Einnig voru rædd raunveruleg dæmi og upplýsingar úr dómum sem varða börn og greindi meðal annars ungur þolandi kynferðisafbrots frá reynslu sinni í þessum efnum. Ljóst er af þessum dæmum að birting nákvæmra atvikalýsinga í dómum geta valdið börnum miklum sársauka og endurteknum áföllum. Umræðunni á fundinum var ætlað að vera mikilvægt innlegg í þá vinnu sem dómstólasýslan hefur haft með höndum um að samræma reglur við birtingu dóma og gæta hagsmuna barna. Liður í þessari vinnu var að treysta lagagrunn slíkra reglna og kynnti dómsmálaráðherra í því skyni í haust frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla og lögum um meðferð sakamála (birting dóma og myndatökur í dómhúsum) sem meðal annars sneri að því að tryggja friðhelgi barna og persónuvernd við birtingu dóma. Nú hefur verið ákveðið að taka málið af málaskrá Alþingis í ár og mun því enn frekar dragast að mikilvæg vernd barna verði tryggð. Umrætt frumvarp varðaði fleiri þætti en vernd barna og vöktu þeir þættir talsverða umræðu sem umboðsmaður barna tekur ekki afstöðu til. Aftur á móti áréttar embættið mikilvægi þess að dómstólar breyti því verklagi sem hér hefur tíðkast um árabil og hefur valdið börnum miklum sársauka enda kveður Barnasáttmálinn á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir, dómstólar, stjórnvöld og löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Embættið skorar því á dómsmálaráðherra að endurskoða umrædda ákvörðun og leggja fram frumvarp á Alþingi sem hefur þann megintilgang að tryggja hagsmuni barna og vernd þeirra gegn birtingu viðkvæmra og persónugreinanlegra upplýsinga úr dómsmálum.Höfundur er umboðsmaður barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Félagsmál Salvör Nordal Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur á síðustu árum ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað. Sérstaklega hefur verið bent á að dómar þar sem börn eru þolendur t.d. í kynferðisafbrotamálum gangi oft nærri friðhelgi barna og persónuvernd með nákvæmum atvikalýsingum, ítarlegum lýsingum á líðan barna eða að vitnað sé beint í viðkvæmar upplýsingar sem fram hafa komið í viðtölum sálfræðinga eða sérfræðinga Barnahúss við börn. Þrátt fyrir að nafnleyndar eigi að gæta hefur nafnhreinsun ekki alltaf verið sem skyldi og einnig vandkvæðum bundið að tryggja brotaþolum persónuvernd og friðhelgi einkalífs, þrátt fyrir nafnleynd, t.d. í málum sem tengjast fámennum sveitarfélögum. Þann 30. maí á síðasta ári héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum en ljóst er að mun lengra er gengið hér á landi þegar dómar eru birtir en í nágrannalöndunum. Einnig voru rædd raunveruleg dæmi og upplýsingar úr dómum sem varða börn og greindi meðal annars ungur þolandi kynferðisafbrots frá reynslu sinni í þessum efnum. Ljóst er af þessum dæmum að birting nákvæmra atvikalýsinga í dómum geta valdið börnum miklum sársauka og endurteknum áföllum. Umræðunni á fundinum var ætlað að vera mikilvægt innlegg í þá vinnu sem dómstólasýslan hefur haft með höndum um að samræma reglur við birtingu dóma og gæta hagsmuna barna. Liður í þessari vinnu var að treysta lagagrunn slíkra reglna og kynnti dómsmálaráðherra í því skyni í haust frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla og lögum um meðferð sakamála (birting dóma og myndatökur í dómhúsum) sem meðal annars sneri að því að tryggja friðhelgi barna og persónuvernd við birtingu dóma. Nú hefur verið ákveðið að taka málið af málaskrá Alþingis í ár og mun því enn frekar dragast að mikilvæg vernd barna verði tryggð. Umrætt frumvarp varðaði fleiri þætti en vernd barna og vöktu þeir þættir talsverða umræðu sem umboðsmaður barna tekur ekki afstöðu til. Aftur á móti áréttar embættið mikilvægi þess að dómstólar breyti því verklagi sem hér hefur tíðkast um árabil og hefur valdið börnum miklum sársauka enda kveður Barnasáttmálinn á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir, dómstólar, stjórnvöld og löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Embættið skorar því á dómsmálaráðherra að endurskoða umrædda ákvörðun og leggja fram frumvarp á Alþingi sem hefur þann megintilgang að tryggja hagsmuni barna og vernd þeirra gegn birtingu viðkvæmra og persónugreinanlegra upplýsinga úr dómsmálum.Höfundur er umboðsmaður barna
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun