„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 19:07 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í fjármála-og efnahagsráðuneytinu í dag ættu ekki að koma neinum á óvart enda sé útfærslan í samræmi við það sem boðað var í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði fjármálaráðherra sem var gestur í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2. Í dag kynnti Bjarni nýtt neðsta skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Spurður að því hvort þetta væru ekki talsvert lægri upphæðir en þær sem verkalýðsforystan hefði kallað eftir varðandi þörf fyrir hækkun lægstu launa segir Bjarni að hlutfallslega sé þetta nokkuð háar fjárhæðir. Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi samanlagt ráðstafað 18 milljörðum í skattkerfisbreytingar og barnabætur. „Menn geta síðan ákveðið hvort 18 milljarðar liðki fyrir eða ekki,“ segir Bjarni sem er ánægður með útfærsluna og umfangið og segist telja að breytingarnar hjálpi við gerð kjarasamninga. Hann segir að skattkerfisbreytingarnar séu smíðaðar þannig að þær teygi sig sérstaklega til þeirra hópa í viðkvæmustu stöðunni. Bjarni segir að nú verði að halda áfram eftir þeirri braut sem hefur verið mörkuð. „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir,“ segir Bjarni. Hafi menn haft væntingar um tugi milljarða lækkun til viðbótar segist Bjarni ekki vita hvaðan þær væntingar hafi sprottið. Hann gat ekki sagt til um það hvort við séum nær verkföllum núna en við vorum fyrr í dag en hann segir að langvinnar vinnudeilur geti valdið tjóni. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að skattabreytingar ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar í fjármála-og efnahagsráðuneytinu í dag ættu ekki að koma neinum á óvart enda sé útfærslan í samræmi við það sem boðað var í fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði fjármálaráðherra sem var gestur í myndveri kvöldfrétta Stöðvar 2. Í dag kynnti Bjarni nýtt neðsta skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Spurður að því hvort þetta væru ekki talsvert lægri upphæðir en þær sem verkalýðsforystan hefði kallað eftir varðandi þörf fyrir hækkun lægstu launa segir Bjarni að hlutfallslega sé þetta nokkuð háar fjárhæðir. Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi samanlagt ráðstafað 18 milljörðum í skattkerfisbreytingar og barnabætur. „Menn geta síðan ákveðið hvort 18 milljarðar liðki fyrir eða ekki,“ segir Bjarni sem er ánægður með útfærsluna og umfangið og segist telja að breytingarnar hjálpi við gerð kjarasamninga. Hann segir að skattkerfisbreytingarnar séu smíðaðar þannig að þær teygi sig sérstaklega til þeirra hópa í viðkvæmustu stöðunni. Bjarni segir að nú verði að halda áfram eftir þeirri braut sem hefur verið mörkuð. „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir,“ segir Bjarni. Hafi menn haft væntingar um tugi milljarða lækkun til viðbótar segist Bjarni ekki vita hvaðan þær væntingar hafi sprottið. Hann gat ekki sagt til um það hvort við séum nær verkföllum núna en við vorum fyrr í dag en hann segir að langvinnar vinnudeilur geti valdið tjóni.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30