Skriðu í gegn um holræsi til að ræna banka í Antwerpen Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 5. febrúar 2019 20:00 Rannsóknarlögreglumenn í belgísku borginni Antwerpen rannsaka nú bankarán sem ætti heldur heima á hvíta tjaldinu en í raunveruleikanum. Lögregla var kölluð út seint á sunnudagskvöld til að bregðast við viðvörunarbjöllu í útibúi BNP bankans í Antwerpen. Við nánari athugun virðast ræningjarnir hafa nýtt sér holræsi borgarinnar til að grafa sér leið inn í bankann. Þeir virðast hafa haft sér höfuðstöðvar í húsi í nágrenni við útibúið. Þaðan hafa þeir grafið sér göng ofan í holræsið og fikrað sig þaðan undir bankann. Þá tók við meiri mokstur, um fjögurra metra löng göng, inn í bankaútibúið. Ekki er búið að hafa upp á ræningjunum en lögregla kempir nú holræsin í leit að vísbendingum. Talskona skólphreinsifyrirtækis í borginni segir að það sé ótrúlegt að þeir hafi afrekað þetta og séu enn á lífi. „Í fyrsta lagi er hættulegt fyrir ræningjana að grafa þarna göng þar sem hætta er á jarðsigi,“ segir Els Lieken hjá fyrirtækinu Aquafin. „inni í holræsinu er líka mikil hætta til dæmis á skyndilegri hækkun vatnsyfirborðs og á brennisteinsvetni úr skólpvatninu.“ Þá er ljóst að þeir hafi þurft að skríða langa leið í gegn um skólpið en á kafla eru göngin einungis um 40 sentímetrar í þvermál. Eigandi hússins þaðan sem ræningjarnir grófu sér leið ofan í holræsið grunaði ekki neitt en hann leigði tveimur bræðrum kjallaraíbúð þar sem göngin fundust. „Þeir settu allan sandinn í plastpoka í svefnherbergi í íbúðinni þannig að enginn tók eftir neinu,“ segir Marijn Vercauteren, leigusali bræðranna. „Einhverjir nágrannar sögðust hafa heyrt grunsamleg hljóð. En þegar nágrannar eru með einhver smávegis læti kippir maður sér ekkert upp við það.“ Belgía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn í belgísku borginni Antwerpen rannsaka nú bankarán sem ætti heldur heima á hvíta tjaldinu en í raunveruleikanum. Lögregla var kölluð út seint á sunnudagskvöld til að bregðast við viðvörunarbjöllu í útibúi BNP bankans í Antwerpen. Við nánari athugun virðast ræningjarnir hafa nýtt sér holræsi borgarinnar til að grafa sér leið inn í bankann. Þeir virðast hafa haft sér höfuðstöðvar í húsi í nágrenni við útibúið. Þaðan hafa þeir grafið sér göng ofan í holræsið og fikrað sig þaðan undir bankann. Þá tók við meiri mokstur, um fjögurra metra löng göng, inn í bankaútibúið. Ekki er búið að hafa upp á ræningjunum en lögregla kempir nú holræsin í leit að vísbendingum. Talskona skólphreinsifyrirtækis í borginni segir að það sé ótrúlegt að þeir hafi afrekað þetta og séu enn á lífi. „Í fyrsta lagi er hættulegt fyrir ræningjana að grafa þarna göng þar sem hætta er á jarðsigi,“ segir Els Lieken hjá fyrirtækinu Aquafin. „inni í holræsinu er líka mikil hætta til dæmis á skyndilegri hækkun vatnsyfirborðs og á brennisteinsvetni úr skólpvatninu.“ Þá er ljóst að þeir hafi þurft að skríða langa leið í gegn um skólpið en á kafla eru göngin einungis um 40 sentímetrar í þvermál. Eigandi hússins þaðan sem ræningjarnir grófu sér leið ofan í holræsið grunaði ekki neitt en hann leigði tveimur bræðrum kjallaraíbúð þar sem göngin fundust. „Þeir settu allan sandinn í plastpoka í svefnherbergi í íbúðinni þannig að enginn tók eftir neinu,“ segir Marijn Vercauteren, leigusali bræðranna. „Einhverjir nágrannar sögðust hafa heyrt grunsamleg hljóð. En þegar nágrannar eru með einhver smávegis læti kippir maður sér ekkert upp við það.“
Belgía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira