Lífsháski Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Fólk sem fast er í viðjum fíknar stendur frammi fyrir bráðum lífsháska á degi hverjum. Ekki auðnast öllum sem það reyna að losna úr fjötrunum. Það sanna dæmin. Margir sem standa í þeim sporum falla fyrir fíkninni fyrir aldur fram. Úr þeim hópi sem glímir við fíkn standa þeir sem sprauta vímuefnum í æð höllustum fæti. Ef marka má BS-ritgerð Eddu Rúnar Kjartansdóttur og Þórunnar Hönnu Ragnarsdóttur við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2017 eru einstaklingar undir 30 ára aldri sem sprauta vímuefnum í æð í um 30 sinnum meiri hættu á ótímabærum dauðdaga en jafnaldrar þeirra. Þeir eru líkamlega og andlega veikari en þeir sem glíma við annars konar fíkn. Um 12-13 einstaklingar deyja af þessum sökum ár hvert. Margar kenningar eru um hvernig samfélagið skuli nálgast vandann. Ein kenning nefnist skaðaminnkun og hefur notið vaxandi hylli undanfarna áratugi. Skaðaminnkun snýst um að draga úr þeim heilsufarslegu og félagslegu ógnum sem notkun vímuefna kallar yfir fólk, án þess að draga endilega úr vímuefnanotkuninni sjálfri. Áherslan er á að fyrirbyggja skaðann sem af vímuefnanotkuninni hlýst, fremur en neysluna sjálfa. Hér á landi komu úrræði sem teljast skaðaminnkandi fyrst til sögunnar árið 2009, þegar sérinnréttaður bíll hóf að aka um höfuðborgarsvæðið á kvöldin og veita þessum hóp heilbrigðisaðstoð. Bjóða upp á hreinar nálar, sprautur og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti á sjúkdómum eins og HIV og lifrarbólgu C. Síðan hafa fleiri úrræði litið dagsins ljós. Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu, viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ og móttökudeild fíknimeðferðar á Landspítalanum, svo nokkur séu nefnd. Á síðasta ári tilkynnti heilbrigðisráðherra að til stæði að opna svokölluð neyslurými í borginni á þessu ári, þar sem þeim sem sprauta vímuefnum í æð er skapað öruggt umhverfi til að neyta vímuefnanna. Þeim verði tryggður aðgangur að hreinum nálum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Fíklar hafa nefnilega ekki fyrirgert mannréttindum sínum. Þeir eiga rétt á að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Í ráðuneytinu hljóta menn að vera að velta fleiru fyrir sér. Til dæmis hvort hið opinbera ætti hreinlega að útvega fíklum efnin. Margoft hefur verið sýnt fram á ofbeldið og mannúðarleysið sem þrífst í undirheimum. Slíkt gæti fækkað afbrotum, ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Önnur hugmynd væri að gefa fíklum endurgjaldslaust lyfið Naloxon, sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur tekið of stóran skammt, sem það gengi með á sér. Þegar fólk deyr af sökum ofneyslu er það oftast annað fólk í neyslu sem er fyrst á vettvang. Með þessum aðferðum, og eflaust fleirum, má bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fólk sem fast er í viðjum fíknar stendur frammi fyrir bráðum lífsháska á degi hverjum. Ekki auðnast öllum sem það reyna að losna úr fjötrunum. Það sanna dæmin. Margir sem standa í þeim sporum falla fyrir fíkninni fyrir aldur fram. Úr þeim hópi sem glímir við fíkn standa þeir sem sprauta vímuefnum í æð höllustum fæti. Ef marka má BS-ritgerð Eddu Rúnar Kjartansdóttur og Þórunnar Hönnu Ragnarsdóttur við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2017 eru einstaklingar undir 30 ára aldri sem sprauta vímuefnum í æð í um 30 sinnum meiri hættu á ótímabærum dauðdaga en jafnaldrar þeirra. Þeir eru líkamlega og andlega veikari en þeir sem glíma við annars konar fíkn. Um 12-13 einstaklingar deyja af þessum sökum ár hvert. Margar kenningar eru um hvernig samfélagið skuli nálgast vandann. Ein kenning nefnist skaðaminnkun og hefur notið vaxandi hylli undanfarna áratugi. Skaðaminnkun snýst um að draga úr þeim heilsufarslegu og félagslegu ógnum sem notkun vímuefna kallar yfir fólk, án þess að draga endilega úr vímuefnanotkuninni sjálfri. Áherslan er á að fyrirbyggja skaðann sem af vímuefnanotkuninni hlýst, fremur en neysluna sjálfa. Hér á landi komu úrræði sem teljast skaðaminnkandi fyrst til sögunnar árið 2009, þegar sérinnréttaður bíll hóf að aka um höfuðborgarsvæðið á kvöldin og veita þessum hóp heilbrigðisaðstoð. Bjóða upp á hreinar nálar, sprautur og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti á sjúkdómum eins og HIV og lifrarbólgu C. Síðan hafa fleiri úrræði litið dagsins ljós. Konukot, Gistiskýlið á Lindargötu, viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ og móttökudeild fíknimeðferðar á Landspítalanum, svo nokkur séu nefnd. Á síðasta ári tilkynnti heilbrigðisráðherra að til stæði að opna svokölluð neyslurými í borginni á þessu ári, þar sem þeim sem sprauta vímuefnum í æð er skapað öruggt umhverfi til að neyta vímuefnanna. Þeim verði tryggður aðgangur að hreinum nálum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Fíklar hafa nefnilega ekki fyrirgert mannréttindum sínum. Þeir eiga rétt á að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Í ráðuneytinu hljóta menn að vera að velta fleiru fyrir sér. Til dæmis hvort hið opinbera ætti hreinlega að útvega fíklum efnin. Margoft hefur verið sýnt fram á ofbeldið og mannúðarleysið sem þrífst í undirheimum. Slíkt gæti fækkað afbrotum, ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Önnur hugmynd væri að gefa fíklum endurgjaldslaust lyfið Naloxon, sem notað er til að endurlífga fólk sem hefur tekið of stóran skammt, sem það gengi með á sér. Þegar fólk deyr af sökum ofneyslu er það oftast annað fólk í neyslu sem er fyrst á vettvang. Með þessum aðferðum, og eflaust fleirum, má bjarga mannslífum.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun