Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2019 19:20 Warren var vel tekið í Lawrence í Massachusetts í dag. EPA/ CJ Gunther Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21