Sannarlega gráupplagt Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 „Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Sjá meira
„Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun