Færri hælisumsóknir í fyrra en undanfarin ár Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 19:37 Útlendingastofnun veitti 160 manns alþjóðlega vernd í fyrra en 800 sóttu um hana. Fréttablaðið/GVA Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra. Hælisleitendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra.
Hælisleitendur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira