Færri hælisumsóknir í fyrra en undanfarin ár Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2019 19:37 Útlendingastofnun veitti 160 manns alþjóðlega vernd í fyrra en 800 sóttu um hana. Fréttablaðið/GVA Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra. Hælisleitendur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Einstaklingum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fækkaði um rúmlega fjórðung á milli ára í fyrra. Þó að umsóknum ríkisborgara ríkja sem íslensk stjórnvöld telja örugg hafi fækkað um tvo þriðju fjölgaði umsóknum fólks frá öðrum ríkjum. Í frétt á vef Útlendingastofnunar kemur fram að 800 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra. Alls var 160 einstaklingum veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun stofnunarinnar. Þegar þeir sem fengu vernd í gegnum kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda eru taldir með var heildarfjöldi þeirra sem hlutu vernd 289 í fyrra. Umsóknirnar komu frá einstaklingum frá sjötíu ríkjum. Um fjórðungur umsækjenda var frá ríkjum á lista svonefndra öruggra upprunaríkja og er það sögð mikil fækkun frá síðustu tveimur árum á undan. Þá kom rúmur helmingur umsækjenda frá slíkum ríkjum. Stærstu hópar umsækjenda voru frá Írak og Albaníu, 112 og 108 umsóknir frá ríkisborgurum hvors ríkis. Þar á eftir voru Sómalar fjölmennastir (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). Nærri því þrír af hverjum fjórum umsækjendum voru karlar og rúmur fjórðungur var fullorðinn eldri en átján ára.Tölfræði Útlendingastofnunar sem sýnir hvernig fjöldi umsókna hefur þróast undanfarin þrjú ár.ÚtlendingastofnunSigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggur áherslu á að umsækjendum frá ríkjum sem íslensk stjórnvöld telja örugg og hún telur að hafi lagt inn tilhæfulausar umsóknir hafi fækkað í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. „Ég hef lagt mikla áherslu á að stemma stigu við tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd frá öruggum ríkjum sem streymdu hingað til lands með fordæmalausum hætti árið 2016. Með aðgerðum sem drógu úr hvata fólks til að leggja fram bersýnilega tilhæfulausar umsóknir ásamt aðgerðum í samráði við erlend yfirvöld þeirra landa sem skilgreind voru sem örugg hefur mikill árangur náðst,“ skrifar ráðherrann. Þá segir Sigríður að mikill árangur hafi náðst í að hraða afgreiðslu umsókna í forgangsmeðferð. Afgreiðslutíminn hafi styst úr 69 dögum að meðaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali í fyrra.
Hælisleitendur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira