Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2019 11:33 Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana. AP/Nam Y. Huh Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti Buttigieg, sem er 36 ára gamall, á Twitter í morgun. Hann var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Á vefsvæði sínu stærir Buttigieg sig af því að Washington Post hafi eitt sinn nefnt hann „áhugaverðasta borgarstjóra sem þú hefur aldrei heyrt um“ og því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, kallaði hann eitt sinn einn af vonarstjörnum Demókrataflokksins.Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Nái hann að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, sem þykir ólíklegt að svo stöddu, verður hann fyrsti samkynhneigði maðurinn til að fá tilnefningu annars stóru flokkanna.Buttigieg bauð sig fram til embættis formanns framkvæmdastjórnar Demókrataflokksins árið 2017. Hann dró framboð sitt þó til baka þegar ljóst varð að hann myndi ekki vera kjörinn til starfsins. Hann tilkynnti svo í síðasta mánuði að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem borgarstjóra. Í myndbandi sem hann birti með tilkynningu sinni segir Buttigieg að Bandaríkin þurfi á nýju upphafi að halda.I launched a presidential exploratory committee because it is a season for boldness and it is time to focus on the future. Are you ready to walk away from the politics of the past? Join the team at https://t.co/Xlqn10brgH. pic.twitter.com/K6aeOeVrO7 — Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 23, 2019 Enn sem komið er hafa nokkrir opinberað að þeir ætli að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins en vitað er til þess að fjölmargir eru að íhuga framboð. Meðal þeirra sem hafa og búist er við að muni bjóða sig fram eru þekktari aðilar sem njóta meiri stuðnings en Buttigieg. Öll eru þau einnig eldri en hann. Í myndbandinu hér að ofan segir Buttigieg þó að hann tilheyri kynslóð sem sé að stíga fram í sviðsljósið. „Við erum kynslóðin sem höfum lifað í gegnum skotárásir í skólum, sem hafa barist í stríðum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana og við erum kynslóðin sem munum vera fyrst til að þéna minna en foreldrar okkar ef við grípum ekki til einhverra breytinga. Við getum ekki bara pússað kerfi sem er svo bilað.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti Buttigieg, sem er 36 ára gamall, á Twitter í morgun. Hann var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Á vefsvæði sínu stærir Buttigieg sig af því að Washington Post hafi eitt sinn nefnt hann „áhugaverðasta borgarstjóra sem þú hefur aldrei heyrt um“ og því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, kallaði hann eitt sinn einn af vonarstjörnum Demókrataflokksins.Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Nái hann að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, sem þykir ólíklegt að svo stöddu, verður hann fyrsti samkynhneigði maðurinn til að fá tilnefningu annars stóru flokkanna.Buttigieg bauð sig fram til embættis formanns framkvæmdastjórnar Demókrataflokksins árið 2017. Hann dró framboð sitt þó til baka þegar ljóst varð að hann myndi ekki vera kjörinn til starfsins. Hann tilkynnti svo í síðasta mánuði að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem borgarstjóra. Í myndbandi sem hann birti með tilkynningu sinni segir Buttigieg að Bandaríkin þurfi á nýju upphafi að halda.I launched a presidential exploratory committee because it is a season for boldness and it is time to focus on the future. Are you ready to walk away from the politics of the past? Join the team at https://t.co/Xlqn10brgH. pic.twitter.com/K6aeOeVrO7 — Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 23, 2019 Enn sem komið er hafa nokkrir opinberað að þeir ætli að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins en vitað er til þess að fjölmargir eru að íhuga framboð. Meðal þeirra sem hafa og búist er við að muni bjóða sig fram eru þekktari aðilar sem njóta meiri stuðnings en Buttigieg. Öll eru þau einnig eldri en hann. Í myndbandinu hér að ofan segir Buttigieg þó að hann tilheyri kynslóð sem sé að stíga fram í sviðsljósið. „Við erum kynslóðin sem höfum lifað í gegnum skotárásir í skólum, sem hafa barist í stríðum í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana og við erum kynslóðin sem munum vera fyrst til að þéna minna en foreldrar okkar ef við grípum ekki til einhverra breytinga. Við getum ekki bara pússað kerfi sem er svo bilað.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Öldungadeildarþingmaðurinn frá New York er á meðal einörðustu andstæðinga Trump forseta úr röðum Demókrataflokksins. 16. janúar 2019 13:27