Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2019 21:00 Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína. Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína.
Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent