Mannréttindi Kúrda og íbúa Níkaragva Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Á síðastliðnu ári var Ísland kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindamál hafa verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. Vafalaust er eindreginn stuðningur meðal landsmanna við þá áherslu og um leið þverpólitísk samstaða um hana á Alþingi.Fríverslun? Mannréttindi ber nokkuð oft á góma í þinginu, m.a. vegna afgreiðslu á tillögum um fríverslunarsamninga við ríki, til dæmis Kína og Filippseyjar, og nú stendur til að endurnýja slíkan samning við Tyrkland. Skiptar skoðanir eru á því hvernig slíkir samningar ríma við mannréttindabrot í löndum þar sem stjórnvöld verða uppvís að margvíslegum rangindum í garð almennings eða minnihlutahópa. Iðulega er til þess vísað að samningaviðræðum og samningunum sjálfum fylgi umræður og ákvæði um mannréttindi og ástandið í löndunum. Minna fer fyrir úttektum á því hvort áhrifin eru tilætluð.Kúrdar eiga í vök að verjast Í Tyrklandi hafa Kúrdar mátt sæta mannréttindabrotum áratugum saman. Þau hafa enn versnað með tilkomu stefnu Erdogans og hans flokks; skipulagðar hafa verið atlögur að búsetuskilyrðum í byggðum Kúrda, margt manna fangelsað og áhrifafólk hrakið úr landi. Það gerist í aðildarlandi NATO og hefur Erdogan skákað í skjóli sem áhugi Rússa á víðtæku samstarfi við tyrknesk stjórnvöld og samhernaði í Sýrlandi myndar. Innrás Tyrkja í Sýrland bitnar harðlega á Kúrdum í landinu og einnig þar hefur tyrkneski herinn farið fram af hörku gegn almenningi. Engin ástæða er til að fela þessar staðreyndir sem kúrdískir gestir hingað til lands báru nýverið fram og eru líka staðfestar í alþjóðsamfélaginu. Kúrdar búa í fimm þjóðríkjum, flestir í Tyrklandi, Írak og Íran, færri í Sýrlandi og Armeníu, og vilja eðlilega sjálfstjórn og friðsamlega sambúð við aðrar þjóðir innan allra landanna. Þeir eru næst takmarki sínu í Norður-Írak. Íslandi, með sínar áherslur á mannréttindi, ber að aðstoða Kúrda við að ná sama takmarki og er ofarlega í hugum annarra þjóða.Almenningur í Níkaragva þjáist Í Níkaragva, landi sem íslensk stjórnvöld og sérfræðingar hafa aðstoðað, eru alvarleg mannréttindabrot framin á hverjum degi. Friðsöm mótmæli almennings gegn félagslegum áherslum stjórnvalda hófust í apríl 2018. Viðbrögðin hafa verið harkaleg og þau stigmagnast; hundruð manna hafa látist, nær allt almennir borgarar, mörg hundruð horfið með öllu eða verið fangelsuð og tugir þúsunda hafa flúið land. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér skýrslu um ástandið í landinu, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur flutt fréttir af flóttamannastraumnum. Amnesty International hefur gefið út tvær skýrslur um ástandið og Samtök Ameríkuríkja, OAS, hafa gefið út eina skýrslu. Fjórtán lönd, þar á meðal öll Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin (!), standa að sameiginlegri yfirlýsingu um stöðuna, sem kristallast í aðförum að frjálsum félagasamtökum í landinu (sjá: https://www.state.gov/r/pa/prs/ps/2018/12/288257.htm). Mannréttindalandið Ísland þarf nú að taka af skarið og taka undir gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar Sandínista og Daníels Ortega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnu ári var Ísland kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindamál hafa verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. Vafalaust er eindreginn stuðningur meðal landsmanna við þá áherslu og um leið þverpólitísk samstaða um hana á Alþingi.Fríverslun? Mannréttindi ber nokkuð oft á góma í þinginu, m.a. vegna afgreiðslu á tillögum um fríverslunarsamninga við ríki, til dæmis Kína og Filippseyjar, og nú stendur til að endurnýja slíkan samning við Tyrkland. Skiptar skoðanir eru á því hvernig slíkir samningar ríma við mannréttindabrot í löndum þar sem stjórnvöld verða uppvís að margvíslegum rangindum í garð almennings eða minnihlutahópa. Iðulega er til þess vísað að samningaviðræðum og samningunum sjálfum fylgi umræður og ákvæði um mannréttindi og ástandið í löndunum. Minna fer fyrir úttektum á því hvort áhrifin eru tilætluð.Kúrdar eiga í vök að verjast Í Tyrklandi hafa Kúrdar mátt sæta mannréttindabrotum áratugum saman. Þau hafa enn versnað með tilkomu stefnu Erdogans og hans flokks; skipulagðar hafa verið atlögur að búsetuskilyrðum í byggðum Kúrda, margt manna fangelsað og áhrifafólk hrakið úr landi. Það gerist í aðildarlandi NATO og hefur Erdogan skákað í skjóli sem áhugi Rússa á víðtæku samstarfi við tyrknesk stjórnvöld og samhernaði í Sýrlandi myndar. Innrás Tyrkja í Sýrland bitnar harðlega á Kúrdum í landinu og einnig þar hefur tyrkneski herinn farið fram af hörku gegn almenningi. Engin ástæða er til að fela þessar staðreyndir sem kúrdískir gestir hingað til lands báru nýverið fram og eru líka staðfestar í alþjóðsamfélaginu. Kúrdar búa í fimm þjóðríkjum, flestir í Tyrklandi, Írak og Íran, færri í Sýrlandi og Armeníu, og vilja eðlilega sjálfstjórn og friðsamlega sambúð við aðrar þjóðir innan allra landanna. Þeir eru næst takmarki sínu í Norður-Írak. Íslandi, með sínar áherslur á mannréttindi, ber að aðstoða Kúrda við að ná sama takmarki og er ofarlega í hugum annarra þjóða.Almenningur í Níkaragva þjáist Í Níkaragva, landi sem íslensk stjórnvöld og sérfræðingar hafa aðstoðað, eru alvarleg mannréttindabrot framin á hverjum degi. Friðsöm mótmæli almennings gegn félagslegum áherslum stjórnvalda hófust í apríl 2018. Viðbrögðin hafa verið harkaleg og þau stigmagnast; hundruð manna hafa látist, nær allt almennir borgarar, mörg hundruð horfið með öllu eða verið fangelsuð og tugir þúsunda hafa flúið land. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér skýrslu um ástandið í landinu, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur flutt fréttir af flóttamannastraumnum. Amnesty International hefur gefið út tvær skýrslur um ástandið og Samtök Ameríkuríkja, OAS, hafa gefið út eina skýrslu. Fjórtán lönd, þar á meðal öll Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin (!), standa að sameiginlegri yfirlýsingu um stöðuna, sem kristallast í aðförum að frjálsum félagasamtökum í landinu (sjá: https://www.state.gov/r/pa/prs/ps/2018/12/288257.htm). Mannréttindalandið Ísland þarf nú að taka af skarið og taka undir gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar Sandínista og Daníels Ortega.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar