Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 09:15 DF-26 elflaugarnar voru teknar í notkun í apríl í fyrra og hægt er að skjóta þeim að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. The Getty/Asahi Shimbun Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna. Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna.
Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira