Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 09:15 DF-26 elflaugarnar voru teknar í notkun í apríl í fyrra og hægt er að skjóta þeim að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. The Getty/Asahi Shimbun Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna. Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna.
Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira