Um staðreyndir Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:00 Staðreynd: Það var meirihlutinn sem lagði fram tillögu í borgarráði um að öllum steinum skyldi velt við í braggamálinu. Engin yfirhylming hefur átt sér stað – heldur er það einmitt vilji meirihlutans að upplýsa þetta mál að fullu. Það er búið að viðurkenna mistök og nú á að ráðast í róttækar breytingar. Hversu oft höfum við séð þessi viðbrögð við erfiðum málum í íslenskum stjórnmálum? Staðreynd: Borgarráð þar sem allir flokkar hafa aðkomu ber hina formlegu ábyrgð á innleiðingu ábendinga braggaskýrslunnar, hópurinn sem borgarstjóri situr í er óformlegur og á bara að móta tillögur sem borgarráð tekur afstöðu til. Borgarstjóri er ekki að fara að rannsaka sjálfan sig, rannsóknin hefur farið fram af óháðum aðila og nú er kominn tími til að taka næsta skref. Þegar komast þarf til botns í flóknum og alvarlegum málum er mikilvægt að halda sig við staðreyndir. Annað er markleysa, getur verið villandi og afvegaleitt umræðuna. Því miður hefur ýmsum rangfærslum verið haldið fram í umræðu um braggamálið. Vigdís Hauksdóttir hefur haldið því fram að skýrslan sýni fram á hegningarlagabrot og að ástæða sé því til að vísa henni til héraðssaksóknara – sem er rangt. Margoft hefur það komið fram í umræðunni að tölvupóstum Hrólfs, fyrrverandi skrifstofustjóra SEA, hafi verið eytt – sem er rangt. Rangfærslurnar eru ýmiss konar. Í Bakþönkum Sirrýjar Hallgrímsdóttur hér í Fréttablaðinu um helgina var ég skrifuð fyrir orðum um borgarstjóra sem ég lét aldrei falla. Þegar Sirrý áttaði sig á mistökum sínum baðst hún strax afsökunar og er hún kona að meiri fyrir það. Ýmsir mættu taka Sirrý sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er öllum hollt að játa mistök sín og læra af þeim. Í allri vinnu okkar Pírata leggjum við höfuðáherslu á upplýsingagjöf og aðgengi að réttum upplýsingum. Borgarstjórnarflokkur Pírata hefur því boðað grasrót sína á fund nú á fimmtudag til að fara yfir þær upplýsingar sem nú liggja fyrir og rýna skýrslu Innri endurskoðunar saman. Þannig náum við árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Staðreynd: Það var meirihlutinn sem lagði fram tillögu í borgarráði um að öllum steinum skyldi velt við í braggamálinu. Engin yfirhylming hefur átt sér stað – heldur er það einmitt vilji meirihlutans að upplýsa þetta mál að fullu. Það er búið að viðurkenna mistök og nú á að ráðast í róttækar breytingar. Hversu oft höfum við séð þessi viðbrögð við erfiðum málum í íslenskum stjórnmálum? Staðreynd: Borgarráð þar sem allir flokkar hafa aðkomu ber hina formlegu ábyrgð á innleiðingu ábendinga braggaskýrslunnar, hópurinn sem borgarstjóri situr í er óformlegur og á bara að móta tillögur sem borgarráð tekur afstöðu til. Borgarstjóri er ekki að fara að rannsaka sjálfan sig, rannsóknin hefur farið fram af óháðum aðila og nú er kominn tími til að taka næsta skref. Þegar komast þarf til botns í flóknum og alvarlegum málum er mikilvægt að halda sig við staðreyndir. Annað er markleysa, getur verið villandi og afvegaleitt umræðuna. Því miður hefur ýmsum rangfærslum verið haldið fram í umræðu um braggamálið. Vigdís Hauksdóttir hefur haldið því fram að skýrslan sýni fram á hegningarlagabrot og að ástæða sé því til að vísa henni til héraðssaksóknara – sem er rangt. Margoft hefur það komið fram í umræðunni að tölvupóstum Hrólfs, fyrrverandi skrifstofustjóra SEA, hafi verið eytt – sem er rangt. Rangfærslurnar eru ýmiss konar. Í Bakþönkum Sirrýjar Hallgrímsdóttur hér í Fréttablaðinu um helgina var ég skrifuð fyrir orðum um borgarstjóra sem ég lét aldrei falla. Þegar Sirrý áttaði sig á mistökum sínum baðst hún strax afsökunar og er hún kona að meiri fyrir það. Ýmsir mættu taka Sirrý sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er öllum hollt að játa mistök sín og læra af þeim. Í allri vinnu okkar Pírata leggjum við höfuðáherslu á upplýsingagjöf og aðgengi að réttum upplýsingum. Borgarstjórnarflokkur Pírata hefur því boðað grasrót sína á fund nú á fimmtudag til að fara yfir þær upplýsingar sem nú liggja fyrir og rýna skýrslu Innri endurskoðunar saman. Þannig náum við árangri.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun