Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Sylvía Hall skrifar 15. janúar 2019 21:52 Gabbard hefur setið á þingi frá árinu 2013. Vísir/Getty Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira
Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09