Skrifaðu veggjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar 17. janúar 2019 07:00 „Skrifaðu flugvöll“, er þekktur frasi sem gjarnan er nefndur sem dæmi um vinsældakaup og óraunsæi stjórnmálamanna. Á síðustu vikum hefur lifnað ný útgáfa af frasanum; skrifaðu veggjöld. Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem fyrir nokkrum mánuðum var kynnt sem fullfjármögnuð stórsókn í samgöngumálum með ítarlegri forgangsröðun var sett í öndunarvél á dögunum fyrir jól. Lífsvonin virðist fólgin í risalántöku sem á svo að greiða með viðbótarskattlagningu í formi veggjalda. Í grófum dráttum felur hugmyndin í sér að lögð verði veggjöld á allar stofnbrautir sem tengjast höfuðborgarsvæðinu til að tryggja framkvæmdir þar. Það fjármagn sem var tilgreint í þessar sömu framkvæmdir í hinni löskuðu samgönguáætlun er tekið út og nýtt í framkvæmdir víða um land. Ef marka má viðbrögð sveitarstjórnarmanna af landsbyggðinni sbr. fréttir Stöðvar 2 í vikunni, eru þeir eðlilega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi vegabætur sem þessi tilfærsla gæti fjármagnað. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkisstjórnin hyggst færa fjármagn til vegaframkvæmda út úr samgönguáætlun og yfir í veggjöld eru eðlilega ekki jafnkátir. Þess utan er ekkert í nýjum tillögum um að ríkið skuldbindi sig til að tryggja fjármögnun á Borgarlínu. Bara eitthvað óljóst um að það eigi eftir að finna fjármagn. Og þeir sem hefðu haldið að svona róttækum breytingum fylgdu almennt skýrar áherslur í almenningssamgöngum eða umhverfismálum koma að tómum kofanum. Það var svo ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin gerði mikið úr því að hafa lagt fram full fjármagnaða samgönguáætlun í haust. Samkvæmt lögum um opinber fjármál frá 2016 vinna stjórnvöld nú eftir fjármálastefnu og fjármálaáætlun til viðbótar við fjárlög. Markmiðið er m.a. að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn? Má þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Skrifaðu flugvöll“, er þekktur frasi sem gjarnan er nefndur sem dæmi um vinsældakaup og óraunsæi stjórnmálamanna. Á síðustu vikum hefur lifnað ný útgáfa af frasanum; skrifaðu veggjöld. Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem fyrir nokkrum mánuðum var kynnt sem fullfjármögnuð stórsókn í samgöngumálum með ítarlegri forgangsröðun var sett í öndunarvél á dögunum fyrir jól. Lífsvonin virðist fólgin í risalántöku sem á svo að greiða með viðbótarskattlagningu í formi veggjalda. Í grófum dráttum felur hugmyndin í sér að lögð verði veggjöld á allar stofnbrautir sem tengjast höfuðborgarsvæðinu til að tryggja framkvæmdir þar. Það fjármagn sem var tilgreint í þessar sömu framkvæmdir í hinni löskuðu samgönguáætlun er tekið út og nýtt í framkvæmdir víða um land. Ef marka má viðbrögð sveitarstjórnarmanna af landsbyggðinni sbr. fréttir Stöðvar 2 í vikunni, eru þeir eðlilega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi vegabætur sem þessi tilfærsla gæti fjármagnað. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkisstjórnin hyggst færa fjármagn til vegaframkvæmda út úr samgönguáætlun og yfir í veggjöld eru eðlilega ekki jafnkátir. Þess utan er ekkert í nýjum tillögum um að ríkið skuldbindi sig til að tryggja fjármögnun á Borgarlínu. Bara eitthvað óljóst um að það eigi eftir að finna fjármagn. Og þeir sem hefðu haldið að svona róttækum breytingum fylgdu almennt skýrar áherslur í almenningssamgöngum eða umhverfismálum koma að tómum kofanum. Það var svo ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin gerði mikið úr því að hafa lagt fram full fjármagnaða samgönguáætlun í haust. Samkvæmt lögum um opinber fjármál frá 2016 vinna stjórnvöld nú eftir fjármálastefnu og fjármálaáætlun til viðbótar við fjárlög. Markmiðið er m.a. að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn? Má þetta?
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar