Orkudrykkir eru ekki fyrir börn Vera Einarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 13:30 Talið er öruggt fyrir fullorðna að neyta um 400 mg af koffíni á dag. Ætla má að mörkin fyrir börn og unglinga séu mun lægri. nordicphotos/getty Samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu þykir öruggt fyrir fullorðna að innbyrða 400 mg af koffíni á dag en samsvarandi magn fæst úr fjórum espresso-bollum. Eftir það getur neyslan farið að hafa neikvæð áhrif og þegar hún nær um einu grammi getur fólk farið að upplifa ýmis eitrunareinkenni á borð við ógleði, svima, slappleika og skjálfta. Lægsti banvæni skammturinn sem vitað er um eru fimm grömm. Eins og gefur augaleið geta skammtar langt fyrir neðan eitrunarmörk haft óæskileg áhrif á svefn og líðan.Þórhallur segir nýmæli að halda þurfi vörum sem geti flokkast sem matvæli og fáist úti í búð frá börnum.„Eitt er að fullvaxta fullorðið fólk innbyrði mikið af koffíni. Annað gildir um börn og ungmenni en fáar rannsóknir liggja fyrir um áhrif þess á þau enda ekki siðferðislega verjandi að gefa börnum koffín til að kanna áhrifin. Það má þó leiða að því líkur að ef efnið hefur tiltekin áhrif á 80 kílóa fullvaxta karlmann séu þau mun meiri á 50 kílóa barn svo dæmi sé tekið og hafa menn líka séð ýmis óæskileg áhrif koma fram hjá þeim börnum og ungmennum sem vitað er að neyta koffíns,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Hann segir sérstaklega umhugsunarvert að nú sé hægt að nálgast sterka koffíndrykki í næstu sjoppu eða matvöruverslun, en þeir innihalda þess utan oftar en ekki yfirmagn alls konar næringarefna sem geta í miklu magni haft neikvæð áhrif á heilsu. „Hér áður fyrr giltu um þetta strangar reglur og mátti koffíninnihald í drykkjum, sem seldir voru í verslunum, ekki vera meira en það magn sem fannst í kóladrykkjum. Síðar voru leyfðir orkudrykkir eins og Magic og Red bull en þeir innhalda um það bil 100 mg af koffíni per um það bil 300 ml dós sem er svipað magn og er í einum espresso-bolla. Margir af þeim sterkari drykkjum sem nú eru að koma á markað innihalda aftur á móti 180 til 200 mg af koffíni per dós eða svipað magn og er í tveimur bollum af espresso.“Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Það sem er ólíkt með koffíndrykkjum og kaffi er að það er mun auðveldara að innbyrða mikið magn af orkudrykkjum á stuttum tíma en kaffi. „Kaffi er heitt og rammt en orkudrykkir kaldir og svalandi. Fæstir drekka þrjá heita kaffibolla í einum rykk og þeir sem leggja það á sig vita að það skilar sér fljótt í magaónotum. Það er aftur á móti alls ekki óhugsandi að drekka lítra af orkudrykkjum á stuttum tíma og þá áður en líkaminn fer að gefa frá sér merki,“ segir Þórhallur. Samkvæmt reglugerð má koffínmagn í orkudrykkjum á Íslandi ekki fara yfir 320 mg/l. Ef ætlunin er að framleiða, markaðssetja eða flytja inn orkudrykki þar sem heildarmagnið er meira þarf sérstakt leyfi frá Matvælastofnun. Þá er skylt að merkja orkudrykki sem innhalda 150 mg/l af koffíni eða meira með orðunum: „Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti,“ og má ekki selja þá börnum yngri en 18 ára.Bannað er að selja börnum undir 18 ára sterkustu orkudrykkina á markaði, en þeir fást margir hverjir í næstu matvöruverslun. nordicphotos/gettyÞórhallur segir nýmæli að halda þurfi vörum sem geti flokkast sem matvæli og fáist úti í búð frá börnum en hingað til hefur það aðeins átt við um áfengi og sígarettur. Hann segist heldur ekki vita hvernig eftirliti sé háttað. „Ég held að það sé í það minnsta heldur auðvelt að nálgast þessar vörur, sé vilji til þess, og held að það sé flestum ljóst að orkudrykkja er neytt af börnum og unglingum.“ Hann segir misjafnt hversu strangar reglur gilda um þessi mál í nágrannalöndunum. „Norðmenn hafa gengið nokkuð langt í að halda þessu frá börnum og unglingum sem er að mörgu leyti skynsamleg afstaða. Svíar eru aftur á móti afslappaðri, svo dæmi sé nefnt, en þar eru sumir þeirra sem eru á markaði hér framleiddir.“ Þórhallur segir alltaf matsatriði hvað eigi að hafa mikið vit fyrir fólki og hvað eigi að fara varlega og er stjórnvalda að ákveða það. Víða í Evrópu hafa þó verið gefin út tilmæli um að takmarka neyslu orkudrykkja og hefur sérstaklega verið varað við að blanda þeim í áfengi og neyta þeirra samhliða mikilli hreyfingu enda hefur það í einhverjum tilfellum valdið alvarlegum hjartsláttartruflunum og jafnvel dauða. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu þykir öruggt fyrir fullorðna að innbyrða 400 mg af koffíni á dag en samsvarandi magn fæst úr fjórum espresso-bollum. Eftir það getur neyslan farið að hafa neikvæð áhrif og þegar hún nær um einu grammi getur fólk farið að upplifa ýmis eitrunareinkenni á borð við ógleði, svima, slappleika og skjálfta. Lægsti banvæni skammturinn sem vitað er um eru fimm grömm. Eins og gefur augaleið geta skammtar langt fyrir neðan eitrunarmörk haft óæskileg áhrif á svefn og líðan.Þórhallur segir nýmæli að halda þurfi vörum sem geti flokkast sem matvæli og fáist úti í búð frá börnum.„Eitt er að fullvaxta fullorðið fólk innbyrði mikið af koffíni. Annað gildir um börn og ungmenni en fáar rannsóknir liggja fyrir um áhrif þess á þau enda ekki siðferðislega verjandi að gefa börnum koffín til að kanna áhrifin. Það má þó leiða að því líkur að ef efnið hefur tiltekin áhrif á 80 kílóa fullvaxta karlmann séu þau mun meiri á 50 kílóa barn svo dæmi sé tekið og hafa menn líka séð ýmis óæskileg áhrif koma fram hjá þeim börnum og ungmennum sem vitað er að neyta koffíns,“ segir Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Hann segir sérstaklega umhugsunarvert að nú sé hægt að nálgast sterka koffíndrykki í næstu sjoppu eða matvöruverslun, en þeir innihalda þess utan oftar en ekki yfirmagn alls konar næringarefna sem geta í miklu magni haft neikvæð áhrif á heilsu. „Hér áður fyrr giltu um þetta strangar reglur og mátti koffíninnihald í drykkjum, sem seldir voru í verslunum, ekki vera meira en það magn sem fannst í kóladrykkjum. Síðar voru leyfðir orkudrykkir eins og Magic og Red bull en þeir innhalda um það bil 100 mg af koffíni per um það bil 300 ml dós sem er svipað magn og er í einum espresso-bolla. Margir af þeim sterkari drykkjum sem nú eru að koma á markað innihalda aftur á móti 180 til 200 mg af koffíni per dós eða svipað magn og er í tveimur bollum af espresso.“Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.Það sem er ólíkt með koffíndrykkjum og kaffi er að það er mun auðveldara að innbyrða mikið magn af orkudrykkjum á stuttum tíma en kaffi. „Kaffi er heitt og rammt en orkudrykkir kaldir og svalandi. Fæstir drekka þrjá heita kaffibolla í einum rykk og þeir sem leggja það á sig vita að það skilar sér fljótt í magaónotum. Það er aftur á móti alls ekki óhugsandi að drekka lítra af orkudrykkjum á stuttum tíma og þá áður en líkaminn fer að gefa frá sér merki,“ segir Þórhallur. Samkvæmt reglugerð má koffínmagn í orkudrykkjum á Íslandi ekki fara yfir 320 mg/l. Ef ætlunin er að framleiða, markaðssetja eða flytja inn orkudrykki þar sem heildarmagnið er meira þarf sérstakt leyfi frá Matvælastofnun. Þá er skylt að merkja orkudrykki sem innhalda 150 mg/l af koffíni eða meira með orðunum: „Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti,“ og má ekki selja þá börnum yngri en 18 ára.Bannað er að selja börnum undir 18 ára sterkustu orkudrykkina á markaði, en þeir fást margir hverjir í næstu matvöruverslun. nordicphotos/gettyÞórhallur segir nýmæli að halda þurfi vörum sem geti flokkast sem matvæli og fáist úti í búð frá börnum en hingað til hefur það aðeins átt við um áfengi og sígarettur. Hann segist heldur ekki vita hvernig eftirliti sé háttað. „Ég held að það sé í það minnsta heldur auðvelt að nálgast þessar vörur, sé vilji til þess, og held að það sé flestum ljóst að orkudrykkja er neytt af börnum og unglingum.“ Hann segir misjafnt hversu strangar reglur gilda um þessi mál í nágrannalöndunum. „Norðmenn hafa gengið nokkuð langt í að halda þessu frá börnum og unglingum sem er að mörgu leyti skynsamleg afstaða. Svíar eru aftur á móti afslappaðri, svo dæmi sé nefnt, en þar eru sumir þeirra sem eru á markaði hér framleiddir.“ Þórhallur segir alltaf matsatriði hvað eigi að hafa mikið vit fyrir fólki og hvað eigi að fara varlega og er stjórnvalda að ákveða það. Víða í Evrópu hafa þó verið gefin út tilmæli um að takmarka neyslu orkudrykkja og hefur sérstaklega verið varað við að blanda þeim í áfengi og neyta þeirra samhliða mikilli hreyfingu enda hefur það í einhverjum tilfellum valdið alvarlegum hjartsláttartruflunum og jafnvel dauða.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira