Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 15:32 Jeff og McKenzie Bezos. Getty/Franziska Krug Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. Bezos tilkynnti um hinn fyrirhuga skilnað á Twitter fyrr í dag en hann og McKensie hafa verið gift frá árinu 1993 og eiga þau fjögur börn. Þau eru nú þegar skilin að borði og sæng. „Eins og fjölskylda og nánir vinir okkar vita nú þegar höfum við ákveðið, eftir að hafa verið aðskilin um hríð, að skilja og halda áfram sameiginlegu lífi okkar sem vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos sem sjá má hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Bezos að sameiginlegt líf þeirra til til 25 ára hafi verið frábært og að ef þau hefðu fengið að vita við upphaf sambandsins að þau myndi skilja eftir 25 ára samband hefðu samt sem áður ákveðið að halda sambandinu áfram. „Þrátt fyrir að merkimiðarnir séu nú aðrir erum við enn þá fjölskylda og við munum áfram vera kærir vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos. Bezos er sem fyrr segir ríkasti maður heims en samkvæmt Forbes eru eignir hans metnar á 112 milljarða dollara, um 13 þúsund milljarða íslenskra króna. Hann stofnaði vefverslunina Amazon árið 1994, einu ári eftir að hann og McKensie giftu sig. í fyrstu var hugmyndin að selja bækur en Amazon hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er fyrirtækið nú stærsta veffyrirtæki heims.pic.twitter.com/Gb10BDb0x0 — Jeff Bezos (@JeffBezos) January 9, 2019 Amazon Bandaríkin Tímamót Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. Bezos tilkynnti um hinn fyrirhuga skilnað á Twitter fyrr í dag en hann og McKensie hafa verið gift frá árinu 1993 og eiga þau fjögur börn. Þau eru nú þegar skilin að borði og sæng. „Eins og fjölskylda og nánir vinir okkar vita nú þegar höfum við ákveðið, eftir að hafa verið aðskilin um hríð, að skilja og halda áfram sameiginlegu lífi okkar sem vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos sem sjá má hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Bezos að sameiginlegt líf þeirra til til 25 ára hafi verið frábært og að ef þau hefðu fengið að vita við upphaf sambandsins að þau myndi skilja eftir 25 ára samband hefðu samt sem áður ákveðið að halda sambandinu áfram. „Þrátt fyrir að merkimiðarnir séu nú aðrir erum við enn þá fjölskylda og við munum áfram vera kærir vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos. Bezos er sem fyrr segir ríkasti maður heims en samkvæmt Forbes eru eignir hans metnar á 112 milljarða dollara, um 13 þúsund milljarða íslenskra króna. Hann stofnaði vefverslunina Amazon árið 1994, einu ári eftir að hann og McKensie giftu sig. í fyrstu var hugmyndin að selja bækur en Amazon hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er fyrirtækið nú stærsta veffyrirtæki heims.pic.twitter.com/Gb10BDb0x0 — Jeff Bezos (@JeffBezos) January 9, 2019
Amazon Bandaríkin Tímamót Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira