Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 15:32 Jeff og McKenzie Bezos. Getty/Franziska Krug Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. Bezos tilkynnti um hinn fyrirhuga skilnað á Twitter fyrr í dag en hann og McKensie hafa verið gift frá árinu 1993 og eiga þau fjögur börn. Þau eru nú þegar skilin að borði og sæng. „Eins og fjölskylda og nánir vinir okkar vita nú þegar höfum við ákveðið, eftir að hafa verið aðskilin um hríð, að skilja og halda áfram sameiginlegu lífi okkar sem vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos sem sjá má hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Bezos að sameiginlegt líf þeirra til til 25 ára hafi verið frábært og að ef þau hefðu fengið að vita við upphaf sambandsins að þau myndi skilja eftir 25 ára samband hefðu samt sem áður ákveðið að halda sambandinu áfram. „Þrátt fyrir að merkimiðarnir séu nú aðrir erum við enn þá fjölskylda og við munum áfram vera kærir vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos. Bezos er sem fyrr segir ríkasti maður heims en samkvæmt Forbes eru eignir hans metnar á 112 milljarða dollara, um 13 þúsund milljarða íslenskra króna. Hann stofnaði vefverslunina Amazon árið 1994, einu ári eftir að hann og McKensie giftu sig. í fyrstu var hugmyndin að selja bækur en Amazon hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er fyrirtækið nú stærsta veffyrirtæki heims.pic.twitter.com/Gb10BDb0x0 — Jeff Bezos (@JeffBezos) January 9, 2019 Amazon Bandaríkin Tímamót Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. Bezos tilkynnti um hinn fyrirhuga skilnað á Twitter fyrr í dag en hann og McKensie hafa verið gift frá árinu 1993 og eiga þau fjögur börn. Þau eru nú þegar skilin að borði og sæng. „Eins og fjölskylda og nánir vinir okkar vita nú þegar höfum við ákveðið, eftir að hafa verið aðskilin um hríð, að skilja og halda áfram sameiginlegu lífi okkar sem vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos sem sjá má hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Bezos að sameiginlegt líf þeirra til til 25 ára hafi verið frábært og að ef þau hefðu fengið að vita við upphaf sambandsins að þau myndi skilja eftir 25 ára samband hefðu samt sem áður ákveðið að halda sambandinu áfram. „Þrátt fyrir að merkimiðarnir séu nú aðrir erum við enn þá fjölskylda og við munum áfram vera kærir vinir,“ segir í yfirlýsingu Bezos. Bezos er sem fyrr segir ríkasti maður heims en samkvæmt Forbes eru eignir hans metnar á 112 milljarða dollara, um 13 þúsund milljarða íslenskra króna. Hann stofnaði vefverslunina Amazon árið 1994, einu ári eftir að hann og McKensie giftu sig. í fyrstu var hugmyndin að selja bækur en Amazon hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er fyrirtækið nú stærsta veffyrirtæki heims.pic.twitter.com/Gb10BDb0x0 — Jeff Bezos (@JeffBezos) January 9, 2019
Amazon Bandaríkin Tímamót Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira