Lýsir kynferðislegri áreitni aðalleikarans í kjölfar frétta af milljónasamkomulagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2018 08:16 Eliza Dushku er m.a. þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Buffy the Vampire Slayer og kvikmyndinni Bring it On. Getty/Scott Eisen Bandaríska leikkonan Eliza Dushku hefur rofið þögnina um kynferðislega áreitni sem hún segist hafa orðið fyrir við tökur á þáttunum Bull sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni CBS. Dushku stígur fram eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði þegið 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman milljarð íslenskra króna, í sáttagreiðslu frá stjórnendum sjónvarpsstöðvarinnar vegna málsins. Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði fyrst fjölmiðla um milljónasamning CBS og Dushku. Í frétt blaðsins kemur fram að hún hafi sakað aðalleikara þáttanna Bull, Michael Weatherly, um að hafa m.a. talað ítrekað um útlit hennar, sagt nauðgunarbrandara og haft uppi frekari kynferðislegar aðdróttanir. Í kjölfarið hafi CBS ákveðið að reiða fram áðurnefndan milljarð, gegn því að Dushku tjáði sig ekki um málið opinberlega. Rekin vegna þess að hún vildi ekki vera áreitt Í pistli sem Dushku ritar og birtist í Boston Globe í gær segir hún að sér hafi hins vegar snúist hugur í ljósi þess að bæði Weatherly og framleiðandi þáttanna, Glenn Gordon Caron, sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. Dushku og Weatherly í hlutverkum sínum sem J.P. Nunnelly og Jason Bull í samnefndum þáttum.Vísit/Getty Dushku, sem lék í þremur þáttum annarrar seríu Bull sem sýndir voru í fyrra, segir yfirlýsingarnar ekki í samræmi við það sem gerðist í raun og veru. Hún segir ekki um að ræða „orð gegn orði“ heldur fullyrðir hún að áreitni Weatherly hafi náðst á myndband. Dushku hafnar því jafnframt að hún hafi ekki getað „tekið gríni“, líkt og Weatherly hélt fram í yfirlýsingu sinni. „Svona rökstyður gerandi hegðun sína þegar hann er gripinn glóðvolgur,“ skrifar Dushku og bætir við að hún sé þaulvön grófum talsmáta af hálfu karlmanna í bransanum. Hegðun Weatherly hafi hins vegar tekið út fyrir allan þjófabálk. „Ég vil ekki heyra á það minnst að mig „skorti skopskyn“ eða geti ekki tekið gríni. Ég brást ekki of harkalega við. Ég þáði starf og, vegna þess að ég vildi ekki vera áreitt, var rekin.“ Bauð henni í „nauðgunarrútu“ Þá lýsir Dushku áreitninni ítarlega í pistlinum. Hún greinir til að mynda frá því að Weatherly hafi boðið henni í „nauðgunarrútuna“ sína, spilað lög með kynferðislegum textum úr síma sínum þegar hún gekk hjá og lýst yfir löngun sinni til að stunda með henni kynlíf fyrir framan hóp af samstarfsfélögum þeirra. Dushku segir Weatherly einnig hafa montað sig af nánum vinskap sínum við Les Moonves, forstjóra CBS, sem lét af störfum hjá stöðinni í haust eftir fjölmargar ásakanir um kynferðisbrot í starfi. Hún fullyrðir jafnframt að eftir að hún ræddi áreitnina og vanlíðan sína við Weatherley hafi hún verið rekin úr þáttunum og þar með var úti möguleiki hennar á aðalhlutverki, líkt og kveðið hafði verið á um í samningi. Pistil Dushku má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Bandaríska leikkonan Eliza Dushku hefur rofið þögnina um kynferðislega áreitni sem hún segist hafa orðið fyrir við tökur á þáttunum Bull sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni CBS. Dushku stígur fram eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði þegið 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman milljarð íslenskra króna, í sáttagreiðslu frá stjórnendum sjónvarpsstöðvarinnar vegna málsins. Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði fyrst fjölmiðla um milljónasamning CBS og Dushku. Í frétt blaðsins kemur fram að hún hafi sakað aðalleikara þáttanna Bull, Michael Weatherly, um að hafa m.a. talað ítrekað um útlit hennar, sagt nauðgunarbrandara og haft uppi frekari kynferðislegar aðdróttanir. Í kjölfarið hafi CBS ákveðið að reiða fram áðurnefndan milljarð, gegn því að Dushku tjáði sig ekki um málið opinberlega. Rekin vegna þess að hún vildi ekki vera áreitt Í pistli sem Dushku ritar og birtist í Boston Globe í gær segir hún að sér hafi hins vegar snúist hugur í ljósi þess að bæði Weatherly og framleiðandi þáttanna, Glenn Gordon Caron, sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. Dushku og Weatherly í hlutverkum sínum sem J.P. Nunnelly og Jason Bull í samnefndum þáttum.Vísit/Getty Dushku, sem lék í þremur þáttum annarrar seríu Bull sem sýndir voru í fyrra, segir yfirlýsingarnar ekki í samræmi við það sem gerðist í raun og veru. Hún segir ekki um að ræða „orð gegn orði“ heldur fullyrðir hún að áreitni Weatherly hafi náðst á myndband. Dushku hafnar því jafnframt að hún hafi ekki getað „tekið gríni“, líkt og Weatherly hélt fram í yfirlýsingu sinni. „Svona rökstyður gerandi hegðun sína þegar hann er gripinn glóðvolgur,“ skrifar Dushku og bætir við að hún sé þaulvön grófum talsmáta af hálfu karlmanna í bransanum. Hegðun Weatherly hafi hins vegar tekið út fyrir allan þjófabálk. „Ég vil ekki heyra á það minnst að mig „skorti skopskyn“ eða geti ekki tekið gríni. Ég brást ekki of harkalega við. Ég þáði starf og, vegna þess að ég vildi ekki vera áreitt, var rekin.“ Bauð henni í „nauðgunarrútu“ Þá lýsir Dushku áreitninni ítarlega í pistlinum. Hún greinir til að mynda frá því að Weatherly hafi boðið henni í „nauðgunarrútuna“ sína, spilað lög með kynferðislegum textum úr síma sínum þegar hún gekk hjá og lýst yfir löngun sinni til að stunda með henni kynlíf fyrir framan hóp af samstarfsfélögum þeirra. Dushku segir Weatherly einnig hafa montað sig af nánum vinskap sínum við Les Moonves, forstjóra CBS, sem lét af störfum hjá stöðinni í haust eftir fjölmargar ásakanir um kynferðisbrot í starfi. Hún fullyrðir jafnframt að eftir að hún ræddi áreitnina og vanlíðan sína við Weatherley hafi hún verið rekin úr þáttunum og þar með var úti möguleiki hennar á aðalhlutverki, líkt og kveðið hafði verið á um í samningi. Pistil Dushku má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Fær ekki krónu við starfslok vegna kynferðislegrar áreitni Les Moonves, fyrrverandi forstjóri bandaríska fjölmiðlarisans CBS sem lét af störfum eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun, mun ekki fá 120 milljónir Bandaríkjadala í starfslok, eins og samningur hans kvað á um. Þetta ákvað CBS að lokinni ítarlegri rannsókn sem sýndi fram á að fótur var fyrir ásökununum á hendur Moonves. 17. desember 2018 22:47