Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 07:27 Les Moonves. Vísir/AP Les Moonves hefur látið af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun. Afsögn hans tekur gildi tafarlaust. Ásakanir á hendur Moonves birtust fyrst í blaðinu the New Yorker í júlí og sex bættust við á sunnudag. Moonves neitar öllum slíkum ásökunum og segir þær nýjustu vera ógeðfelldar. Í yfirlýsingu frá CBS segir að fyrirtækið og Moonves muni gefa 20 milljónir dollara, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna til hópa sem styrkja MeToo hreyfinguna. Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Einhver hinna meintu brota munu hafa átt sér stað þegar Moonves var einn af æðstu yfirmönnum Warner Bros. Þrjátíu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn CBS sögðu Moonves hafa stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áretni. Þeir sögðu starfsmenn sem hafi orðið uppvísir af slíkri hefðun hafa fengið stöðuhækkanir og þolendum hafi verið greitt fyrir þagmælsku. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Eftir að fyrstu sex konurnar sökuðu Moonves um að hafa brotið á sér réði stjórn CBS lögfræðinga til að rannsaka ásakanirnar. Þeirri rannsókn er ekki lokið og hefur stjórn CBS ákveðið að ekki verði farið út í hvað Moonves verði greitt fyrir að láta af störfum fyrr en rannsókninni lýkur. Búist er við því að hann muni fá margar milljónir dala, samkvæmt Washington Post. Þá verður helmingi stjórnar CBS skipt út og hafa þrjár konur þegar verið ráðnar. MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Les Moonves hefur látið af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun. Afsögn hans tekur gildi tafarlaust. Ásakanir á hendur Moonves birtust fyrst í blaðinu the New Yorker í júlí og sex bættust við á sunnudag. Moonves neitar öllum slíkum ásökunum og segir þær nýjustu vera ógeðfelldar. Í yfirlýsingu frá CBS segir að fyrirtækið og Moonves muni gefa 20 milljónir dollara, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna til hópa sem styrkja MeToo hreyfinguna. Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Einhver hinna meintu brota munu hafa átt sér stað þegar Moonves var einn af æðstu yfirmönnum Warner Bros. Þrjátíu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn CBS sögðu Moonves hafa stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áretni. Þeir sögðu starfsmenn sem hafi orðið uppvísir af slíkri hefðun hafa fengið stöðuhækkanir og þolendum hafi verið greitt fyrir þagmælsku. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Eftir að fyrstu sex konurnar sökuðu Moonves um að hafa brotið á sér réði stjórn CBS lögfræðinga til að rannsaka ásakanirnar. Þeirri rannsókn er ekki lokið og hefur stjórn CBS ákveðið að ekki verði farið út í hvað Moonves verði greitt fyrir að láta af störfum fyrr en rannsókninni lýkur. Búist er við því að hann muni fá margar milljónir dala, samkvæmt Washington Post. Þá verður helmingi stjórnar CBS skipt út og hafa þrjár konur þegar verið ráðnar.
MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira