Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 18:48 Paul Ryan og Kevin McCarthy, leiðtogar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ræddu við blaðamenn eftir fund þeirra og Trump. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32
Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05
Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41
Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59