Trump-hjónin brugðu sér óvænt til Írak Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 20:15 Það fór vel á með forsetahjónunum og bandaríska herliðinu. Getty/Saul Loeb Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi. Þetta er fyrsta í sinn sem Trump heimsækir bandaríska hermenn við skyldustörf á átakasvæði. Forsetahjónin gerðu ekki boð á undan sér en í fréttatilkynningu sem Hvíta húsið sendi síðdegis kemur fram að þau hafi komið til landsins að kvöldi jóladags. Tilgangur heimsóknarinnar sé að þakka hermönnunum fyrir vel unnin störf á síðustu misserum. Trump hefur látið að sér kveða í varnarmálum að undanförnu og ber það skemmst að nefna ákvörðun hans um að draga Bandaríkjaher út úr átökunum í Sýrlandi. Ákvörðunin var umdeild og sást það kannski hvað best í afsögn varnarmálaráðherrans Jim Mattis. Hann ákvað að róa á önnur mið vegna „óyfirstíganlegs ágreinings“ þeirra um réttmæti ákvörðunarinnar. Bandaríkjaforseti tók þó fram í heimsókn sinni að ekki stæði til að herinn yfirgæfi Írak í náinni framtíð. Vera Bandaríkjahers í landinu gæti komið að góðum notum, „ef við viljum gera eitthvað í Sýrlandi,“ eins og Trump orðaði það. Ýjaði hann þar að því að Bandaríkin hefðu áfram möguleikann á því að stíga inn í átökin í Sýrlandi, snúist honum hugur. Í heimsókn sinni, sem meðal annars fór fram í herstöð flughersins í al-Asad vestan höfuðborgarinnar Baghdad, sagðist hann auk þess vera sannfærður um að fleiri myndu í fyllingu tímans átta sig á ágæti ákvörðunar sinnar. Bandaríkin Donald Trump Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30 Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, eru nú stödd í Írak meðal bandarískra hermanna sem varið hafa jólahátíðinni þar í landi. Þetta er fyrsta í sinn sem Trump heimsækir bandaríska hermenn við skyldustörf á átakasvæði. Forsetahjónin gerðu ekki boð á undan sér en í fréttatilkynningu sem Hvíta húsið sendi síðdegis kemur fram að þau hafi komið til landsins að kvöldi jóladags. Tilgangur heimsóknarinnar sé að þakka hermönnunum fyrir vel unnin störf á síðustu misserum. Trump hefur látið að sér kveða í varnarmálum að undanförnu og ber það skemmst að nefna ákvörðun hans um að draga Bandaríkjaher út úr átökunum í Sýrlandi. Ákvörðunin var umdeild og sást það kannski hvað best í afsögn varnarmálaráðherrans Jim Mattis. Hann ákvað að róa á önnur mið vegna „óyfirstíganlegs ágreinings“ þeirra um réttmæti ákvörðunarinnar. Bandaríkjaforseti tók þó fram í heimsókn sinni að ekki stæði til að herinn yfirgæfi Írak í náinni framtíð. Vera Bandaríkjahers í landinu gæti komið að góðum notum, „ef við viljum gera eitthvað í Sýrlandi,“ eins og Trump orðaði það. Ýjaði hann þar að því að Bandaríkin hefðu áfram möguleikann á því að stíga inn í átökin í Sýrlandi, snúist honum hugur. Í heimsókn sinni, sem meðal annars fór fram í herstöð flughersins í al-Asad vestan höfuðborgarinnar Baghdad, sagðist hann auk þess vera sannfærður um að fleiri myndu í fyllingu tímans átta sig á ágæti ákvörðunar sinnar.
Bandaríkin Donald Trump Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30 Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Íslenskur kúrdi kallar eftir viðbrögðum Íslendinga í mannréttindaráði Íslenskur kúrdi vill að Ísland óski eftir fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna vegna ákvörðunar Donalds Trump að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 26. desember 2018 18:30
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Trump skipar nýjan varnarmálaráðherra Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað aðstoðarvarnarmálaráðherrann Patrick Shanahan sem nýjan varnarmálaráðherra. 23. desember 2018 17:28