Sigursælasti þjálfarinn í sögu MLS-deildarinnar er látinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 08:00 Sigi Schmid er allur. getty/Otto Greule Jr Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum. Andlát Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum.
Andlát Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira