Sigursælasti þjálfarinn í sögu MLS-deildarinnar er látinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 08:00 Sigi Schmid er allur. getty/Otto Greule Jr Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum. Andlát Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Sigi Schmid, sigursælasti þjálfarinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta, er látinn 65 ára að aldri. Hann lést á jóladag á Ronald Reagan-sjúkrahúsinu í Los Angeles þar sem hann að hann beið eftir að fá nýtt hjarta. Formleg dánarorsök hefur ekki verið gefin út en Þjóðverjinn, sem var skírður Siegfried Schmid, var búinn að glíma lengi við hjartavandamál og höfðu leikmenn LA Galaxy áhyggjur af honum á síðustu leiktíð, að því fram kemur í frétt LA Times. Schmid var meðal annars lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu þegar að hann stýrði Seattle Sounders árið 2009 og fyrir þremur árum missti hann af leik liðsins án þess að útskýrt var hvar þjálfarinn væri og hvers vegna hann missti af leiknum. Sigi Schmid fæddist í Þýskaland en flutti með foreldrum sínum aðeins fjögurra ára gamall til Kaliforníu þar sem að faðir hans fékk vinnu við bruggverksmiðju og móðir hans rak þýska matvöruverslun.Sigi Schmid fer yfir málin með Zlatan.getty/ Matthew AshtonJürgen Klinsmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og þjálfari bandaríska landsliðsins, fæddist skammt frá heimaslóðum Schmid í Þýskalandi og kynntist honum vel þegar að hann stýrði bandaríska landsliðinu. „Hann var mikill fjölskyldumaður og hann elskaði fótbolta. Hann var eins og alfræðiorðabók. Hann á stærstan hlut í uppbyggingu fótboltans í Bandaríkjunum undanfarin 30 ár. Hann bjó til sigursæl lið hjá LA Galaxy, Columbus Crew og Seattle Sounders,“ segir Klinsmann í viðtali við LA Times. Sigi Schmid gerðist þjálfari UCLA-háskólans árið 1980, fimm árum eftir að ljúka þar námi en hann tók svo við LA Galaxy árið 1999 og stýrði því til sigurs í MLS-deildinni árið 2002. Þá vann hann Meistaradeild Mið-Ameríku árið 2000 með Galaxy. Hann tók við Columbus Crew árið 2006 og gerði það að meisturum tveimur árum síðar áður en hann tók svo við stórliði Seattle Sounders árið 2009 og var þar í sjö ár. Hann var svo þjálfari Galaxy með Zlatan á síðustu leiktíð áður en hann lét af störfum. Schmid vann 266 deildarleiki í MLS-deildinni og 18 leiki í úrslitakeppninni. Hann vann MLS-deildina tvisvar sinnum, deildarmeistaratitilinn þrívegis og bandaríska bikarinn fimm sinnum.
Andlát Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira