Fjármálaráðherra sér ekki tilefni til heildarendurskoðunar stjórnarskrár Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 19:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill setja mörk á umfang endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þrátt fyrir að kveðið sé á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar hans. Forsætisráðherra segir formenn hinna stjórnarflokkanna ekki hafa gert neinar athugasemdir við vinnu nefndar hennar um stjórnarskrármál. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kemur fram að hún vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því skyni ætti nefnd um málið að hefja störf í upphafi nýs þings. Engu að síður lét Bjarni bóka á fundi formanna flokkanna sem eiga sæti á Alþingi um stjórnarskrármál í byrjun október að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Kjarninn fjallaði fyrst um bókun fjármálaráðherra. Í fundargerð sem var nýlega birt kemur fram að fjármálaráðherra hafi látið bóka að hann teldi frekar ráð að „vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði“. Hann bæri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum en hann teldi að hópurinn væri „kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða“. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Katrín Jakobsdóttir segir vinnulag formannanefndar um stjórnarskrármál sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/AntonEngar athugasemdir borist frá formönnum stjórnarflokkanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir við Vísi að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi gert athugasemdir við vinnulag hópsins sem hún stýrir um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það vinnulag sé í samræmi við stjórnarsáttmálann. Vinnan sé á áætlun og líti svo á að hún hafi gengið vel. Segist hún þó gera sér grein fyrir því að ólík sjónarmið sé uppi á meðal fulltrúa í nefndinni um hversu miklu eigi að breyta í heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Einhverjir fulltrúar í nefndinni hafi bókað um sína sýn á það. „Ég er nú ennþá bara hóflega bjartsýn á að við náum saman um mikilvægar breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili,“ segir forsætisráðherra. Þannig segist Katrín binda vonir til þess að auðlinda- og umhverfisákvæði komist í opið samráð í janúar.Helgi Hrafn bókaði að forsenda fyrir þátttöku Pírata í vinnu formannanefndarinnar væri að heildarendurskoðun á stjórnarskránni færi fram á grundvelli fyrri vinnu, þar á meðal frumvarpi stjórnlagaráðs.Stöð 2Sendi ekki bara það í samráð sem Bjarna Ben þóknast Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir skoðun fjármálaráðherra ekki nýja af nálinni og að hann hafi viðrað hana allt frá því að fyrst var stungið upp á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það sé hins vegar ekki hann heldur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem stýri vinnunni. „Ég lít svo á að forsætisráðherra stýri þessu skipi, ekki Bjarni Ben,“ segir Helgi Hrafn við Vísi. Píratar leggi áherslu á heildarendurskoðun stjórnarskrár á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs sem settar voru fram árið 2011. Sjálfsagt sé þó að skoða þær frekar og rökræða enda hafi það alltaf verið ætlunin. Forsendan fyrir þátttöku Pírata í endurskoðunarvinnunni sé sú að allar tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar fyrir almennings til samráðs. „Svo má vel vera að úr þeim rökræðum komi í ljós að eitthvað sé slæmt eða að annað þurfi að bæta en það þarf allt að vera með í því ferli. Það er aðalatriðið hjá okkur,“ segir hann. Spurður um framhald vinnu nefndarinnar í ljósi þess að formaður eins stjórnarflokkanna telji ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar segir Helgi Hrafn stöðuna nokkuð skrýtna. Hann hafi ekki séð forsætisráðherra taka undir sjónarmið fjármálaráðherra. „Á meðan ég trúi því ennþá að forsætisráðherra stefni að fullum heilindum á heildarendurskoðun er ég alveg rólegur svo lengi sem ferlið feli í sér að við tökum allt efniðp til meðferðar, óháð því hvað kemur úr því. Það þarf allt að vera með. Við getum ekki bara valið úr það Bjarna Ben þóknast,“ segir Helgi Hrafn. Á meðal atriða sem Helgi Hrafn telur nauðsynlegt að taka til umfjöllunar er hvort ákvæði um íslensku sem þjóðtunga eigi að vera í endurskoðaðri stjórnarskrá, endurskoðun ráðherraábyrgðar og tímamörk á embættissetu ráðherra. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þrátt fyrir að kveðið sé á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar hans. Forsætisráðherra segir formenn hinna stjórnarflokkanna ekki hafa gert neinar athugasemdir við vinnu nefndar hennar um stjórnarskrármál. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kemur fram að hún vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því skyni ætti nefnd um málið að hefja störf í upphafi nýs þings. Engu að síður lét Bjarni bóka á fundi formanna flokkanna sem eiga sæti á Alþingi um stjórnarskrármál í byrjun október að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Kjarninn fjallaði fyrst um bókun fjármálaráðherra. Í fundargerð sem var nýlega birt kemur fram að fjármálaráðherra hafi látið bóka að hann teldi frekar ráð að „vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði“. Hann bæri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum en hann teldi að hópurinn væri „kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða“. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Katrín Jakobsdóttir segir vinnulag formannanefndar um stjórnarskrármál sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/AntonEngar athugasemdir borist frá formönnum stjórnarflokkanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir við Vísi að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi gert athugasemdir við vinnulag hópsins sem hún stýrir um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það vinnulag sé í samræmi við stjórnarsáttmálann. Vinnan sé á áætlun og líti svo á að hún hafi gengið vel. Segist hún þó gera sér grein fyrir því að ólík sjónarmið sé uppi á meðal fulltrúa í nefndinni um hversu miklu eigi að breyta í heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Einhverjir fulltrúar í nefndinni hafi bókað um sína sýn á það. „Ég er nú ennþá bara hóflega bjartsýn á að við náum saman um mikilvægar breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili,“ segir forsætisráðherra. Þannig segist Katrín binda vonir til þess að auðlinda- og umhverfisákvæði komist í opið samráð í janúar.Helgi Hrafn bókaði að forsenda fyrir þátttöku Pírata í vinnu formannanefndarinnar væri að heildarendurskoðun á stjórnarskránni færi fram á grundvelli fyrri vinnu, þar á meðal frumvarpi stjórnlagaráðs.Stöð 2Sendi ekki bara það í samráð sem Bjarna Ben þóknast Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir skoðun fjármálaráðherra ekki nýja af nálinni og að hann hafi viðrað hana allt frá því að fyrst var stungið upp á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það sé hins vegar ekki hann heldur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem stýri vinnunni. „Ég lít svo á að forsætisráðherra stýri þessu skipi, ekki Bjarni Ben,“ segir Helgi Hrafn við Vísi. Píratar leggi áherslu á heildarendurskoðun stjórnarskrár á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs sem settar voru fram árið 2011. Sjálfsagt sé þó að skoða þær frekar og rökræða enda hafi það alltaf verið ætlunin. Forsendan fyrir þátttöku Pírata í endurskoðunarvinnunni sé sú að allar tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar fyrir almennings til samráðs. „Svo má vel vera að úr þeim rökræðum komi í ljós að eitthvað sé slæmt eða að annað þurfi að bæta en það þarf allt að vera með í því ferli. Það er aðalatriðið hjá okkur,“ segir hann. Spurður um framhald vinnu nefndarinnar í ljósi þess að formaður eins stjórnarflokkanna telji ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar segir Helgi Hrafn stöðuna nokkuð skrýtna. Hann hafi ekki séð forsætisráðherra taka undir sjónarmið fjármálaráðherra. „Á meðan ég trúi því ennþá að forsætisráðherra stefni að fullum heilindum á heildarendurskoðun er ég alveg rólegur svo lengi sem ferlið feli í sér að við tökum allt efniðp til meðferðar, óháð því hvað kemur úr því. Það þarf allt að vera með. Við getum ekki bara valið úr það Bjarna Ben þóknast,“ segir Helgi Hrafn. Á meðal atriða sem Helgi Hrafn telur nauðsynlegt að taka til umfjöllunar er hvort ákvæði um íslensku sem þjóðtunga eigi að vera í endurskoðaðri stjórnarskrá, endurskoðun ráðherraábyrgðar og tímamörk á embættissetu ráðherra.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira